Davíð verður seðlabankastjóri 9. september 2005 00:01 "Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
"Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun