Viðskipti innlent

Búa sig undir breytingar

Landsbankamenn búast við grundvallarbreytingum á evrópskum fjármálamarkaði og vilja vera undir þær búnar. Þeir hafa keypt alþjóðlegt verðbréfafyrirtæki og ætla að byggja fjárfestingabanka á grunni þess. Landsbankamenn segja þetta vera mikilvægt skref í áætlun þeirra um frekari útrás í Evrópu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri segir að með kaupunum sé Landsbankinn að fjölga starfsstöðvum um sjö, sex á meginlandi Evrópu og eina skrifstofu í New York. Hann sagði einnig að grunnhugmyndin væri að reyna að byggja upp fyrirtæki og fjárfestingabanka í Evrópu og að þetta væri stórt skref í þá átt. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sagði að gróðinn væri aðallega sá að þeir væru að byggja mjög góðan grunn í Evrópu. Hann sagði að fyrr á árinu hefðu þeir keypt Tetheren Greenwood og nú væru þeir að kaupa verðbréfafyrirtæki sem nær til alls meginlandsins og með því að samþætta þessi tvö fyrirtæki hefðu þeir fyrirtæki sem væri að starfa á öllum helstu verðbréfamörkuðum í Evrópu. Hann sagði fyritækin  núna dekka um það bil 87% af öllum verðbréfaviðskiptum í Evrópu. Hann sagði að skrefið væri stórt og um leið væri verið að skapa grunn að fjárfestingabanka. Á Landsbankamönnum mátti skilja að frekari landvinniga væri að vænta og þeir telja mikilla breytinga að vænta á evrópskum fjármálamörkuðum þegar ný kynslóð leiðtoga tekur við völdum í álfunni og þeir nefndu Þýskalanda sérstaklega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×