Krónan hækkar vegna skuldabréfa 2. september 2005 00:01 Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira