Leiknir upp í 1. deild 25. ágúst 2005 00:01 Leiknir tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild karla í fótbolta að ári þegar Breiðhyltingar sigruðu Stjörnuna, 1-2 í Garðabæ. Með sigrinum náði Leiknir 4 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 2. sæti þegar 2 umferðir eru eftir. Vigfús Arnar Jósepsson og Helgi Jóhannsson skoruðu mörk Leiknismanna en Guðjón Baldvinsson jafnaði í 1-1 fyrir heimamenn. Stjarnan hafði mikla yfirburði í leiknum og það var þvert gegn gangi leiksins þegar Helgi Jóhannsson, nýkominn inn á sem varamaður í liði Leiknis skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Þá fékk Leiknir sína fyrstu hornspyrnu í seinni hálfleik og upp úr henni barst boltinn til Helga inni í vítateig Stjörnunnar. Þetta var nánast í fyrsta skipti sem Leiknir komst yfir miðju í seinni hálfleik en Stjarnan sem lék undan sterkum vindi sótti án afláts allan seinni hálfleikinn. Heimamenn náðu þó ekki nema einu virkilega góðu færi í seinni hálfleik og það var um miðjan hálfleikinn þegar skot hafnaði rétt fram hjá stöng Leiknismarksins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og náðu bæði lið að sýna ágætis tilburði þrátt fyrir sterkan vind. Á 19. mínútu áttu heimamenn dauðfæri þegar Valur Gunnarsson markvörður Leiknis náði að slá boltann yfir á síðustu stundu. Þremur mínútum síðar komst Leiknir yfir með marki Vigfúsar, lánsmanns frá KR. Vigfús vann boltann í teig heimamanna eftir misheppnaða hreinsun í vörninni og skoraði af stuttu færi. Mark var dæmt af Stjörnunni á 37. mínútu og þótti sá dómur Eyjólfs Kristinssonar afar umdeildur. Ekki er ljóst hvort hann dæmdi rangstöðu eða brot á Stjörnuna en varnarmaður Leiknis stóð fyrir innan marklínu þegar hann hreinsaði boltann í burtu áður en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Á 43. mínútu náðu heimamenn svo að jafna eftir talsverða pressu. Guðjón Baldvinsson skallaði þá boltann yfir Val í markinu í hornið fjær úr vítateignum eftir fyrirgjöf Björns Mássonar af vinstri kantinum. Njarðavík er í 3. sæti og getur aðeins fræðilega náð Leikni að stigum en myndi þannig í leiðinni aðeins gera Stjörnunni kleift að fá 3 stig í viðbót þar sem liðin eiga eftir að mætast. Leiknismenn eru þá alltaf öruggir með annað tveggja efstu sætanna í deildinni. Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Sjá meira
Leiknir tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild karla í fótbolta að ári þegar Breiðhyltingar sigruðu Stjörnuna, 1-2 í Garðabæ. Með sigrinum náði Leiknir 4 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 2. sæti þegar 2 umferðir eru eftir. Vigfús Arnar Jósepsson og Helgi Jóhannsson skoruðu mörk Leiknismanna en Guðjón Baldvinsson jafnaði í 1-1 fyrir heimamenn. Stjarnan hafði mikla yfirburði í leiknum og það var þvert gegn gangi leiksins þegar Helgi Jóhannsson, nýkominn inn á sem varamaður í liði Leiknis skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Þá fékk Leiknir sína fyrstu hornspyrnu í seinni hálfleik og upp úr henni barst boltinn til Helga inni í vítateig Stjörnunnar. Þetta var nánast í fyrsta skipti sem Leiknir komst yfir miðju í seinni hálfleik en Stjarnan sem lék undan sterkum vindi sótti án afláts allan seinni hálfleikinn. Heimamenn náðu þó ekki nema einu virkilega góðu færi í seinni hálfleik og það var um miðjan hálfleikinn þegar skot hafnaði rétt fram hjá stöng Leiknismarksins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og náðu bæði lið að sýna ágætis tilburði þrátt fyrir sterkan vind. Á 19. mínútu áttu heimamenn dauðfæri þegar Valur Gunnarsson markvörður Leiknis náði að slá boltann yfir á síðustu stundu. Þremur mínútum síðar komst Leiknir yfir með marki Vigfúsar, lánsmanns frá KR. Vigfús vann boltann í teig heimamanna eftir misheppnaða hreinsun í vörninni og skoraði af stuttu færi. Mark var dæmt af Stjörnunni á 37. mínútu og þótti sá dómur Eyjólfs Kristinssonar afar umdeildur. Ekki er ljóst hvort hann dæmdi rangstöðu eða brot á Stjörnuna en varnarmaður Leiknis stóð fyrir innan marklínu þegar hann hreinsaði boltann í burtu áður en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Á 43. mínútu náðu heimamenn svo að jafna eftir talsverða pressu. Guðjón Baldvinsson skallaði þá boltann yfir Val í markinu í hornið fjær úr vítateignum eftir fyrirgjöf Björns Mássonar af vinstri kantinum. Njarðavík er í 3. sæti og getur aðeins fræðilega náð Leikni að stigum en myndi þannig í leiðinni aðeins gera Stjörnunni kleift að fá 3 stig í viðbót þar sem liðin eiga eftir að mætast. Leiknismenn eru þá alltaf öruggir með annað tveggja efstu sætanna í deildinni.
Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti