Skipulag á röngum forsendum 19. ágúst 2005 00:01 Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun