Viðskipti innlent

Lítll þjóðhagslegur ávinningur

KB-banki segir þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. Efnahagsleg áhrif áliðnaðar hafa verið ofmetin í umræðu hérlendis, miðað við niðurstöðu sérfræðinga KB-banka. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB- banka, segir að í ár sé töluvert erfiðara að byggja álverin og að þau séu miklar fjárfestingar. Eftir að álver eru tekin til starfa þá nota þau fremur lítið af innlendum framleiðsluþáttum þar sem álið er flutt inn og brætt. Hann bendir á að í álverinu í Reyðarfirði verði milli 4 og 500 störf sem sé lítið miðað við 150 þúsund manna vinnumarkað. Hann segir að ábatinn sé fyrst og fremst staðbundinn, og metur KB-banki hann til átta milljarða króna virðisauka á Austurlandi. Hann segir ávinninginn fyrst og fremst vera staðbundinn og gífurleg viðbót við austfirskt efnahagslíf en áhrifin á efnahagskerfið í heild sinni ekki mikið þegar framkvæmdum lýkur. Þennan litla ábata skýrir KB-banki með því að raforkan hafi verið seld mjög nærri kostnaðarverði, sem endurspeglist í lágri arðsemi Landsvirkjunar og lágri ávöxtunarkröfu sem fyrirtækið geri til virkjana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×