Öfugsnúinn sannleikur 17. ágúst 2005 00:01 Stundum þegar þrengir að mönnum þá gera þeir ýmislegt í fljótfærni og ógrundað.Það er óskiljanlegt að greinin okkar í Fréttablaðinu föstudaginn 29. júlí sl. "Er Garðasókn í gíslingu" skuli framkalla svona sterk viðbrögð eins og gerðist í grein Helga K. Hjálmssonar í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst sl. Það er miður að maður í hans stöðu sem gjaldkeri sóknarnefndar skuli misnota aðstöðu sína á þennan hátt með orðum sem erfitt er að taka til baka.Kom greinin okkar eitthvað illa við hluta sóknarnefndar, djákna og prest? Eða hafa menn slæma samvisku? Undrast einhvern þótt svo sé, miðað við hversu óvægin aðför þeirra hefur verið að sóknarprestinum? Djákninn Nanna Guðrún sá sig knúna til að mæta á heimili annarar okkar án þess að boða komu sína til að ræða skrif okkar í Fréttablaðið. Getur verið að fleiri sóknarbörn hafi fengið slíkar heimsóknir? Geta sóknarbörn átt von á því að fá svona heimsóknir í hvert sinn sem þau segja skoðun sína? Heimili okkar er ekki vettvangur þessarar deilu. Helgi fullyrðir í grein sinni "að allir sem að málinu komu, vildu sættir og að því yrði lokið á eðlilegan hátt’". Af hverju er ekki svo? Helgi segir jafnframt að staðreynd málsins hafi verið að sóknarprestur hafi kært samstarfmenn sína og krafist þess að djákninn yrði rekinn en reyndin er sú að sóknarnefnd leitaði til biskups 23. maí 2004 eftir hinn svokallaða hesthúsafund og óskaði eftir að sóknarprestur yrði sagt upp störfum. Biskup svaraði bréfi sóknarnefndar 14. júlí 2004 þar sem hann segir m.a. "ekki eru þau skilyrði fyrir hendi sem réttlætt geta breytingu á starfi sóknarprestsins". Í beinu framhaldi af bréfi biskups voru aðilar innan sóknarnefndar að senda biskupi bréf gegn sóknarpresti. Því spyrjum við; Hvað er að þegar ekkert er að? Var ekki einhugur hjá hluta sóknarnefndar, djákna og presti? Ef svo var, af hverju skrifuðu þau biskupi bréf? Á fundi stuðningsmanna sóknarprestsins sem haldinn var 13. júlí sl. rakti lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson málið og sagði m.a. að sóknarpresturinn hafi alltaf viljað sættir, samanber svarbréf Daggar Pálsdóttur hrl. formann úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar 5. nóv. 2004 til sr. Hans Markúsar, þar sem hún segir m.a. "Tilefni bréfs þessa eru þau að í erindi yðar óskið þér sérstaklega eftir því að nefndin leiti sátta." Sóknarprestur er ekki að kæra neinn heldur að leita sátta. Á öllum stigum málsins hefur hann leitað eftir sáttum og síðast þegar málið var hjá áfrýjunarnefnd en gagnaðilar höfnuðu öllum sáttum þar. Það hafa aldrei verið lagðar fram sáttatillögur í máli þessu, hvorki frá hendi prófasts né biskupsstofu. Fjórmenningarnir, formaður, varaformaður, djákni og prestur höfnuðu svo alfarið sáttum hjá áfrýjunarnefnd. Hvar er viðsnúningurinn á sannleikanum? Það er líka með ólíkindum að lesa svo í grein Helga K. Hjálmssonar að allan tímann hafi þau þ.e. hluti sóknarnefndar, vitað að aðalsafnaðarfundurinn yrði ekki haldinn fyrr en eftir tilfærslu sóknarprestsins. Deilurnar í Garðasókn - Helena Guðmundsdóttir og Oddný Þóra Helgadóttir Er það ekki undarlegt að sóknarnefnd viti um tilfærslu sóknarprests þegar í mars sl. löngu fyrir úrskurð úrskurðarnefndar og líka fyrir úrskurð áfrýjunarnefndar? Getur verið að tengsl sóknarnefndar séu meiri við biskupsstofu þar sem Helgi, gjaldkeri sóknarnefndar er formaður leikmannaráðs þjóðkirkjunnar og varaformaður sóknarnefndar er í stjórn leikmannaskóla þjóðkirkjunnar? Var þá búið að ákveða niðurstöður málsins? Ef svo er til hvers voru þá nefndirnar? Einu gleymdi Helgi að svara, hvað með áminningarnar á fjórmenningana, af hverju fengu þau þær? Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur legði þau í einelti? NEI! Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur og ,,svokallaði stuðningsmenn sem eru á villigötum’’ héldu sókninni í gíslingu? NEI! Ef menn fá áminningu þá er það nokkuð ljóst að þau hafa brotið eitthvað af sér. Dapurt var hve hann talaði mikið niður til okkar og kallaði okkur "svokallaða stuðningsmenn". Kurteisi kostar ekki neitt! Eitt erum við þó sammála Helga með "þetta er allt ein sorgarsaga". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Stundum þegar þrengir að mönnum þá gera þeir ýmislegt í fljótfærni og ógrundað.Það er óskiljanlegt að greinin okkar í Fréttablaðinu föstudaginn 29. júlí sl. "Er Garðasókn í gíslingu" skuli framkalla svona sterk viðbrögð eins og gerðist í grein Helga K. Hjálmssonar í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst sl. Það er miður að maður í hans stöðu sem gjaldkeri sóknarnefndar skuli misnota aðstöðu sína á þennan hátt með orðum sem erfitt er að taka til baka.Kom greinin okkar eitthvað illa við hluta sóknarnefndar, djákna og prest? Eða hafa menn slæma samvisku? Undrast einhvern þótt svo sé, miðað við hversu óvægin aðför þeirra hefur verið að sóknarprestinum? Djákninn Nanna Guðrún sá sig knúna til að mæta á heimili annarar okkar án þess að boða komu sína til að ræða skrif okkar í Fréttablaðið. Getur verið að fleiri sóknarbörn hafi fengið slíkar heimsóknir? Geta sóknarbörn átt von á því að fá svona heimsóknir í hvert sinn sem þau segja skoðun sína? Heimili okkar er ekki vettvangur þessarar deilu. Helgi fullyrðir í grein sinni "að allir sem að málinu komu, vildu sættir og að því yrði lokið á eðlilegan hátt’". Af hverju er ekki svo? Helgi segir jafnframt að staðreynd málsins hafi verið að sóknarprestur hafi kært samstarfmenn sína og krafist þess að djákninn yrði rekinn en reyndin er sú að sóknarnefnd leitaði til biskups 23. maí 2004 eftir hinn svokallaða hesthúsafund og óskaði eftir að sóknarprestur yrði sagt upp störfum. Biskup svaraði bréfi sóknarnefndar 14. júlí 2004 þar sem hann segir m.a. "ekki eru þau skilyrði fyrir hendi sem réttlætt geta breytingu á starfi sóknarprestsins". Í beinu framhaldi af bréfi biskups voru aðilar innan sóknarnefndar að senda biskupi bréf gegn sóknarpresti. Því spyrjum við; Hvað er að þegar ekkert er að? Var ekki einhugur hjá hluta sóknarnefndar, djákna og presti? Ef svo var, af hverju skrifuðu þau biskupi bréf? Á fundi stuðningsmanna sóknarprestsins sem haldinn var 13. júlí sl. rakti lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson málið og sagði m.a. að sóknarpresturinn hafi alltaf viljað sættir, samanber svarbréf Daggar Pálsdóttur hrl. formann úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar 5. nóv. 2004 til sr. Hans Markúsar, þar sem hún segir m.a. "Tilefni bréfs þessa eru þau að í erindi yðar óskið þér sérstaklega eftir því að nefndin leiti sátta." Sóknarprestur er ekki að kæra neinn heldur að leita sátta. Á öllum stigum málsins hefur hann leitað eftir sáttum og síðast þegar málið var hjá áfrýjunarnefnd en gagnaðilar höfnuðu öllum sáttum þar. Það hafa aldrei verið lagðar fram sáttatillögur í máli þessu, hvorki frá hendi prófasts né biskupsstofu. Fjórmenningarnir, formaður, varaformaður, djákni og prestur höfnuðu svo alfarið sáttum hjá áfrýjunarnefnd. Hvar er viðsnúningurinn á sannleikanum? Það er líka með ólíkindum að lesa svo í grein Helga K. Hjálmssonar að allan tímann hafi þau þ.e. hluti sóknarnefndar, vitað að aðalsafnaðarfundurinn yrði ekki haldinn fyrr en eftir tilfærslu sóknarprestsins. Deilurnar í Garðasókn - Helena Guðmundsdóttir og Oddný Þóra Helgadóttir Er það ekki undarlegt að sóknarnefnd viti um tilfærslu sóknarprests þegar í mars sl. löngu fyrir úrskurð úrskurðarnefndar og líka fyrir úrskurð áfrýjunarnefndar? Getur verið að tengsl sóknarnefndar séu meiri við biskupsstofu þar sem Helgi, gjaldkeri sóknarnefndar er formaður leikmannaráðs þjóðkirkjunnar og varaformaður sóknarnefndar er í stjórn leikmannaskóla þjóðkirkjunnar? Var þá búið að ákveða niðurstöður málsins? Ef svo er til hvers voru þá nefndirnar? Einu gleymdi Helgi að svara, hvað með áminningarnar á fjórmenningana, af hverju fengu þau þær? Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur legði þau í einelti? NEI! Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur og ,,svokallaði stuðningsmenn sem eru á villigötum’’ héldu sókninni í gíslingu? NEI! Ef menn fá áminningu þá er það nokkuð ljóst að þau hafa brotið eitthvað af sér. Dapurt var hve hann talaði mikið niður til okkar og kallaði okkur "svokallaða stuðningsmenn". Kurteisi kostar ekki neitt! Eitt erum við þó sammála Helga með "þetta er allt ein sorgarsaga".
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar