Viðskipti innlent

Amide fær leyfi fyrir nýju lyfi

Actavis Group hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir markaðsleyfi á lyfinu Loxapine í gegnum bandarískt dótturfélag sitt, Amide. Loxapine er geðdeyfðarlyf og notað til meðferðar á geðklofa. Í tilkynningu frá Actavis segir að lyfið sé góð viðbót við lyfjaúrval Amide á Bandaríkjamarkaði en þó er ekki búist við því að tekjur af sölu lyfsins muni hafa veruleg áhrif á afkomu félagsins árið 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×