Annars flokks borgarar? 5. ágúst 2005 00:01 Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Sólveig Gísladóttir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun