Viðskipti innlent

Fasteignamat sumarhúsa hækkar

MYND/EJ
Fasteignamat á sumarhúsum og sumarhúsalóðum hefur að meðaltali hækkað um tæpan fjórðung. Fasteignamat ríkisins mat 8.800 sumarhús og eftir endurmatið er virði þeirra metið samtals 47 milljarðar króna. Meðalfasteignamat sumarhúsa eftir endurmatið er rúmar 5,3 milljónir. Fasteignamat tæplega 130 eigna lækkaði en mat tæplega 8700 eigna hækkaði eða stóð í stað. 5.600 óbyggðar sumarbústaðalóðir voru einnig endurmetnar og hækkaði matið á þeim um tuttugu prósent að meðaltali. Matið tekur gildi 1. september en frestur til athugasemda við það er til 15. ágúst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×