I-Holding yfirtekur ILLUM vöruhúsið í Kaupmannahöfn 4. ágúst 2005 00:01 Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. I- Holding ehf. keypti í fyrra keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord og þar með 20% eignarhluta í ILLUM. Hópurinn samanstendur af fjárfestingafélaginu Baugi Group, Straumi fjárfestingabanka og B2B Holdings. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. ILLUM er alþjóðleg vörumerkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum norræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síðasta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. "Við teljum danska smásölumarkaðinn vera í vexti og höfum mikla trú á möguleikum ILLUM sem vöruhúsi í fremstu röð með vel þekkt vörumerki," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic Fjárfestinga hjá Baugi Group, sem jafnframt er talsmaður fjárfestahópsins. Vöruhúsin ILLUM og Magasin verða rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri ILLUM og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. "Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir ILLUM og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding. Þessir fjárfestar búa ekki einungis yfir umtalsverðri reynslu og þekkingu á smásölurekstri sem mun gagnast okkur öllum, þeir hafa einnig sýnt að þeir styðji við bakið á sterkum stjórnendum í félögum sem þeir fjárfesta í. Við stefnum að því að halda áfram rekstri fyrirtækisins samkvæmt nýju og spennandi skipulagi af þeim krafti og með þeirri einbeitingu sem ILLUM á skilið," sagði Patricia Burnett framkvæmdastjóri ILLUM að lokum. Dale Lattanzio hjá Merrill Lynch segir að Merrill Lynch International Global Principal Investment hafi lagt sitt af mörkum við að finna ILLUM nýjan stað og að endurbæta rekstur þess. "Við gleðjumst mjög yfir þeim framförum sem orðið hafa í rekstri fyrirtækisins. Nýir eigendur gera ILLUM kleift að halda áfram að þróast í höndum bæði eigenda og stjórnenda með mikla reynslu af smásölu sem einbeita sér að því að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd." Straumur fjárfestingabanki hf. og B.R.F. önnuðust fjármögnun yfirtökunnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. I- Holding ehf. keypti í fyrra keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord og þar með 20% eignarhluta í ILLUM. Hópurinn samanstendur af fjárfestingafélaginu Baugi Group, Straumi fjárfestingabanka og B2B Holdings. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. ILLUM er alþjóðleg vörumerkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum norræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síðasta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. "Við teljum danska smásölumarkaðinn vera í vexti og höfum mikla trú á möguleikum ILLUM sem vöruhúsi í fremstu röð með vel þekkt vörumerki," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic Fjárfestinga hjá Baugi Group, sem jafnframt er talsmaður fjárfestahópsins. Vöruhúsin ILLUM og Magasin verða rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri ILLUM og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. "Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir ILLUM og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding. Þessir fjárfestar búa ekki einungis yfir umtalsverðri reynslu og þekkingu á smásölurekstri sem mun gagnast okkur öllum, þeir hafa einnig sýnt að þeir styðji við bakið á sterkum stjórnendum í félögum sem þeir fjárfesta í. Við stefnum að því að halda áfram rekstri fyrirtækisins samkvæmt nýju og spennandi skipulagi af þeim krafti og með þeirri einbeitingu sem ILLUM á skilið," sagði Patricia Burnett framkvæmdastjóri ILLUM að lokum. Dale Lattanzio hjá Merrill Lynch segir að Merrill Lynch International Global Principal Investment hafi lagt sitt af mörkum við að finna ILLUM nýjan stað og að endurbæta rekstur þess. "Við gleðjumst mjög yfir þeim framförum sem orðið hafa í rekstri fyrirtækisins. Nýir eigendur gera ILLUM kleift að halda áfram að þróast í höndum bæði eigenda og stjórnenda með mikla reynslu af smásölu sem einbeita sér að því að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd." Straumur fjárfestingabanki hf. og B.R.F. önnuðust fjármögnun yfirtökunnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira