Síminn seldur á tæpa 67 milljarða 29. júlí 2005 00:01 "Það liggur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum við gert hluti sem við annars hefðum ekki getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðismála og á sviði atvinnuþróunar og annarra mikilvægra samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær eftir að ljóst var að hæsta tilboð í Símann hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Þrjú tilboð, sem alls sautján fjárfestar stóðu á bak við, bárust í Símann. Voru tilboðin opnuð á Hótel Nordica í gær að viðstöddum bjóðendum og fulltrúum fjölmiðla. Exista, fjárfestingarfélag undir stjórn Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, kenndra við Bakkavör, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir, MP Fjárfestingarbanki og félag í eigu Skúla Þorvaldssonar voru með hæsta tilboðið. Hópur undir forystu Burðaráss bauð sextíu milljarða en lægsta tilboð kom frá Atorku Group og fleiri aðilum og hljóðaði upp á 54,7 milljarða. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði að menn hefðu vandað sig vel og ferlið hefði verið gagnsætt og trúverðugt. Hann var ánægður með niðurstöðuna. Síminn yrði að öllum líkindum kominn undir stjórn nýrra eigenda fyrir lok ágúst. "Þetta kom mér ekki beint á óvart. Þetta er mjög viðunandi tilboð og ekki fjarri því sem ýmsir sérfræðingar um markaðinn hafa verið að spá," sagði Geir Haarde fjármálaráðherra. Margir aðilar hefðu verið á bak við tilboðin þótt aðeins þrjú hefðu borist. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, sagði að þátttaka lífeyrissjóðanna tryggði aðkomu stórs hluta fólks í landinu, en lífeyrissjóðirnir eignast samanlagt 21 prósents eignarhlut. Síðar myndi hlutur KB banka verða seldur almenningi áður en Síminn yrði skráður í Kauphöllina. Hann vildi ekki tilgreina hvenær það yrði né á hvaða kjörum fólki byðist hlutabréf í Símanum. Erlendur vildi ekki svara spurningum varðandi hugsanlegar breytingar á rekstri og yfirstjórn Símans. Allar slíkar yfirlýsingar biðu þangað til nýir eigendur tækju við og rætt hefði verið við starfsfólk. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
"Það liggur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum við gert hluti sem við annars hefðum ekki getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðismála og á sviði atvinnuþróunar og annarra mikilvægra samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær eftir að ljóst var að hæsta tilboð í Símann hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Þrjú tilboð, sem alls sautján fjárfestar stóðu á bak við, bárust í Símann. Voru tilboðin opnuð á Hótel Nordica í gær að viðstöddum bjóðendum og fulltrúum fjölmiðla. Exista, fjárfestingarfélag undir stjórn Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, kenndra við Bakkavör, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir, MP Fjárfestingarbanki og félag í eigu Skúla Þorvaldssonar voru með hæsta tilboðið. Hópur undir forystu Burðaráss bauð sextíu milljarða en lægsta tilboð kom frá Atorku Group og fleiri aðilum og hljóðaði upp á 54,7 milljarða. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði að menn hefðu vandað sig vel og ferlið hefði verið gagnsætt og trúverðugt. Hann var ánægður með niðurstöðuna. Síminn yrði að öllum líkindum kominn undir stjórn nýrra eigenda fyrir lok ágúst. "Þetta kom mér ekki beint á óvart. Þetta er mjög viðunandi tilboð og ekki fjarri því sem ýmsir sérfræðingar um markaðinn hafa verið að spá," sagði Geir Haarde fjármálaráðherra. Margir aðilar hefðu verið á bak við tilboðin þótt aðeins þrjú hefðu borist. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, sagði að þátttaka lífeyrissjóðanna tryggði aðkomu stórs hluta fólks í landinu, en lífeyrissjóðirnir eignast samanlagt 21 prósents eignarhlut. Síðar myndi hlutur KB banka verða seldur almenningi áður en Síminn yrði skráður í Kauphöllina. Hann vildi ekki tilgreina hvenær það yrði né á hvaða kjörum fólki byðist hlutabréf í Símanum. Erlendur vildi ekki svara spurningum varðandi hugsanlegar breytingar á rekstri og yfirstjórn Símans. Allar slíkar yfirlýsingar biðu þangað til nýir eigendur tækju við og rætt hefði verið við starfsfólk.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira