Sáttir við verðið 28. júlí 2005 00:01 Rúmir sextíu og sex milljarðar fást fyrir Landssímann. Skipti ehf. sem er að mestu í eigu bræðranna í Bakkavör og KB banka átti hæsta tilboðið. Tilboðin voru opnuð á Nordica hóteli í dag. Skrifað verður undir samninga í næstu viku að óbreyttu. Alls uppfylltu tólf hópar með samtals þrjátíu og fimm fjárfestum skilyrði nefndarinnar um að mega bjóða í Símann. Þrír hópar buðu. Ef einungis fimm prósenta verðmunur yrði á tilboðum átti að gera fundarhlé, en í millitíðinni gætu bjóðendur skilað inn hærri tilboðum. Þess gerðist engin þörf því himinn og haf var á milli tilboða. Eignarhaldsfélagið Skipti var reiðubúið að greiða tæpa sextíu og sjö milljarða fyrir Símann en auk þess yfirtekur það skuldir upp á sjö til átta milljarða. Að félaginu standa, Exista sem er í eigu bræðranna í Bakkavör, og á fjörutíu og fimm prósent, Kaupþing banki með þrjátíu prósenta hlut, Lífeyrissjóður Verslunarmanna og Lífeyrissjóðurinn Gildi með rúman átta prósenta hlut, auk annarra með rúman tveggja prósenta hlut eða minna. En mega neytendur eiga von á minni þjónustu eða hærri símreikningum. Erlendur Hjaltason segir ekki hægt að tjá sig um rekstur fyrirtækisins að svo stöddu en á þó ekki von á miklum breytingum. Erlendur Hjaltason segir að þeir séu sáttir við verðið og telur fyrirtækið með mikla möguleika. Ekki hefur verið rætt hver verður forstjóri fyrirtækisins. Símstöðin í eigu Burðaráss, KEA, Einnar stuttrar, Talsímafélagsins og Tryggingamiðstöðvarinnar bauð næst hæst eða rúma sextíu milljarða. Það tilboð fól í sér samning við Almenning ehf. um að öllum Íslendingum verði gefinn kostur á að kaupa samtals 30% hlut í Símanum í opnu útboði, um leið og fært þykir að skrá Símann á markaði. Friðrik Jóhannsson spurður um hvort að hópur hans hefði ráðið við verðið að það væri alltaf þanning að þegar verið er að kaupa fyrirtæki þyrfti að gefa sér forsendu og þær geta verið mjög mismunandi. Hann hefði ekki verið reiðubúinn að greiða það sem fyritækið endaði í. Þá átti Nýja Símafélagið lægsta tilboðið um fimmtíu og fimm milljarða en að því standa Atorka, Mósa Straumborg og eignarhaldsfélag Frosta Bergssonar. Jón Sveinsson spurður um hvað honum fyndist um verðið, sagði að eini samanburðuinn sem hann hafði var veriðið 2001 og benti á að verðið væri viðunandi fyrir riíksjóð Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Rúmir sextíu og sex milljarðar fást fyrir Landssímann. Skipti ehf. sem er að mestu í eigu bræðranna í Bakkavör og KB banka átti hæsta tilboðið. Tilboðin voru opnuð á Nordica hóteli í dag. Skrifað verður undir samninga í næstu viku að óbreyttu. Alls uppfylltu tólf hópar með samtals þrjátíu og fimm fjárfestum skilyrði nefndarinnar um að mega bjóða í Símann. Þrír hópar buðu. Ef einungis fimm prósenta verðmunur yrði á tilboðum átti að gera fundarhlé, en í millitíðinni gætu bjóðendur skilað inn hærri tilboðum. Þess gerðist engin þörf því himinn og haf var á milli tilboða. Eignarhaldsfélagið Skipti var reiðubúið að greiða tæpa sextíu og sjö milljarða fyrir Símann en auk þess yfirtekur það skuldir upp á sjö til átta milljarða. Að félaginu standa, Exista sem er í eigu bræðranna í Bakkavör, og á fjörutíu og fimm prósent, Kaupþing banki með þrjátíu prósenta hlut, Lífeyrissjóður Verslunarmanna og Lífeyrissjóðurinn Gildi með rúman átta prósenta hlut, auk annarra með rúman tveggja prósenta hlut eða minna. En mega neytendur eiga von á minni þjónustu eða hærri símreikningum. Erlendur Hjaltason segir ekki hægt að tjá sig um rekstur fyrirtækisins að svo stöddu en á þó ekki von á miklum breytingum. Erlendur Hjaltason segir að þeir séu sáttir við verðið og telur fyrirtækið með mikla möguleika. Ekki hefur verið rætt hver verður forstjóri fyrirtækisins. Símstöðin í eigu Burðaráss, KEA, Einnar stuttrar, Talsímafélagsins og Tryggingamiðstöðvarinnar bauð næst hæst eða rúma sextíu milljarða. Það tilboð fól í sér samning við Almenning ehf. um að öllum Íslendingum verði gefinn kostur á að kaupa samtals 30% hlut í Símanum í opnu útboði, um leið og fært þykir að skrá Símann á markaði. Friðrik Jóhannsson spurður um hvort að hópur hans hefði ráðið við verðið að það væri alltaf þanning að þegar verið er að kaupa fyrirtæki þyrfti að gefa sér forsendu og þær geta verið mjög mismunandi. Hann hefði ekki verið reiðubúinn að greiða það sem fyritækið endaði í. Þá átti Nýja Símafélagið lægsta tilboðið um fimmtíu og fimm milljarða en að því standa Atorka, Mósa Straumborg og eignarhaldsfélag Frosta Bergssonar. Jón Sveinsson spurður um hvað honum fyndist um verðið, sagði að eini samanburðuinn sem hann hafði var veriðið 2001 og benti á að verðið væri viðunandi fyrir riíksjóð
Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira