Þurfum sterk einkarekin fyrirtæki 28. júlí 2005 00:01 Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar