Hver verður næsti útvarpsstjóri? Guðmundur Magnússon skrifar 24. júlí 2005 00:01 Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar