Djurgarden sigraði Ölme

Djurgarden, lið Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen sigraði 2. deildar lið Ölme í sænsku bikarkeppninni í gær. Djurgarden sem er efst í sænsku deildinni átti ekki í erfiðleikum með 2 deildar liðið og vann öruggan 6-0 sigur. Kári Árnason fiskaði víti og skoraði fjórða mark Djurgarden í gær og átti skínandi leik. Sölvi Geir Ottesen kom inná á 65 mínútu.