Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 12:00 Joaquin Ketlun kveðst hafa sogið í sig þekkingu í heimsókninni til Madrid. Hann segir Thibaut Courtois besta markvörð heimsins í dag. Instagram/@joaketlun1 Hvað var markvörður 2. deildarliðs Víðis í Garði að gera starfandi fyrir spænska stóveldið Real Madrid á dögunum? Við því fengust svör í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni. Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Sjá meira
Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni.
Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Sjá meira