Leggja 6 milljarða í danskt félag 19. júlí 2005 00:01 Baugur hefur keypt 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir um sex milljarða íslenskra króna. Starfsemi Keops felst meðal annars í því að kaupa og endurnýja atvinnu- og íbúðarhúsnæði, bæði til útleigu og sölu. Einnig er starfrækt innan félagsins nokkurs konar eignarhaldsfélag sem heldur utan um fjárfestingar í fasteignum. Húsnæði félagsins er aðallega í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku en einnig í Svíþjóð og á Spáni. Félagið hefur verið skráð í kauphöllina í Danmörku frá árinu 1998. Gengi félagsins hefur hækkað mikið að undanförnu og er það hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga, félagsins sem sér um fjárfestingar Baugs á Norðurlöndum, segir félagið ætla að koma að stjórnun Keops. Ráðgert er að halda hluthafafund í ágúst þar sem fulltrúar Baugs taki sæti í stjórn Keops. Heildareignir félagsins nema nú tæpum áttatíu milljörðum íslenskra króna en eignir þess hafa stóraukist að undanförnu með kaupum á ýmsum fasteignum. Tekjur félagsins á síðasta ári námu í kringum átta milljörðum króna og hagnaður félagsins var tæpar 800 milljónir króna. Baugur keypti 30 prósenta hlut sinn af stofnanda og forstjóra félagsins en hann átti hátt í 70 prósenta hlut í félaginu. Baugur verður því næststærsti eigandi félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur fjárfestir í verslunarhúsnæði en fyrir á félagið umtalsverðan hlut í fasteignafélaginu Stoðum og félagið seldi nýlega 10 prósenta hlut sinn í breska fasteignafélaginu LxB. Baugur á fyrir hlut í fasteignafélagi sem stofnað var í kringum húsnæði Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg. Skarphéðinn Berg segir Baug vera að skoða frekari fjárfestingar í Danmörku. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Baugur hefur keypt 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir um sex milljarða íslenskra króna. Starfsemi Keops felst meðal annars í því að kaupa og endurnýja atvinnu- og íbúðarhúsnæði, bæði til útleigu og sölu. Einnig er starfrækt innan félagsins nokkurs konar eignarhaldsfélag sem heldur utan um fjárfestingar í fasteignum. Húsnæði félagsins er aðallega í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku en einnig í Svíþjóð og á Spáni. Félagið hefur verið skráð í kauphöllina í Danmörku frá árinu 1998. Gengi félagsins hefur hækkað mikið að undanförnu og er það hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga, félagsins sem sér um fjárfestingar Baugs á Norðurlöndum, segir félagið ætla að koma að stjórnun Keops. Ráðgert er að halda hluthafafund í ágúst þar sem fulltrúar Baugs taki sæti í stjórn Keops. Heildareignir félagsins nema nú tæpum áttatíu milljörðum íslenskra króna en eignir þess hafa stóraukist að undanförnu með kaupum á ýmsum fasteignum. Tekjur félagsins á síðasta ári námu í kringum átta milljörðum króna og hagnaður félagsins var tæpar 800 milljónir króna. Baugur keypti 30 prósenta hlut sinn af stofnanda og forstjóra félagsins en hann átti hátt í 70 prósenta hlut í félaginu. Baugur verður því næststærsti eigandi félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur fjárfestir í verslunarhúsnæði en fyrir á félagið umtalsverðan hlut í fasteignafélaginu Stoðum og félagið seldi nýlega 10 prósenta hlut sinn í breska fasteignafélaginu LxB. Baugur á fyrir hlut í fasteignafélagi sem stofnað var í kringum húsnæði Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg. Skarphéðinn Berg segir Baug vera að skoða frekari fjárfestingar í Danmörku.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira