Viðskipti innlent

Yfirtökuskylda könnuð

Yfirtökunefnd hefur ákveðið að skoða hvort yfirtökuskylda hafi skapast í FL Group í kjölfar viðskipta með hlutabréf í félaginu í síðustu viku. Þrír hluthafar í félaginu ráða nú yfir rúmlega 65 prósenta hlut í því. Félögin þrjú sem ráða rúmlega 65 prósenta hlut í FL group eru mikið skyld innbyrðis þar sem félögin standa saman að ýmsum fjárfestingum. Yfirtökunefnd hyggst skoða hvort þessir aðilar eigi með sér samstarf eða samráð um að ná yfirráðum í FL Group. Viðar Már Matthíasson, formaður yfirtökunefndar, segir nefndina hafa ákveðið að taka til sérstakrar skoðunar hvort hugsanleg yfirtökuskylda verði vegna þessara síðustu viðskipta með stóra hluti í FL Group. Spurður nánar um það þá segir hann það til komið vegna þess að einn hluthafanna Oddaflug eigi svo hátt hlutfall hlutafjár, bæði fyrir og eftir viðskiptin, auk þess sem samtímis fara fram viðskipti annarra með hluti í félaginu sem kunna að vera í samstarfi eða tengslum við Oddaflug þannig að líklegt er að yfirtökuskylda skapist.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×