Fá tíu milljóna eingreiðslu 29. júní 2005 00:01 Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar fundaði í gær í fyrsta skipti eftir að fréttist að sala stofnfjárhluta væri hafin. Ekki er vitað til þess að hún hafi afgreitt framsöl á stofnfjárhlutum en engar slíkar óskir lágu fyrir á þriðjudaginn. Fyrir fundinum lá beiðni frá fimm stofnfjáreigendum undir forystu Helga Vilhjálmssonar í Góu um að stjórnin kalli saman fund stofnfjáreigenda og skýri frá gangi mála varðandi sölu á stofnfjárhlutum. Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH, vildi ekkert tjá sig um efni fundarins. Þótt margir stofnfjáraðilar hafi sett sig upp á móti kaupunum er sennilega hægt að komast yfir sjóðinn annars vegar með því að einn og sami kaupandinn eignist nær alla stofnfjárhluti, og nái þar með um 95 prósenta eignarhlut, eða, sem teljast verður líklegra, að nokkrir aðilar kaupi stofnféð undir merkjum eignarhaldsfélaga sem hvert um sig á um fimm prósent. Sú leið hefur gefist vel innan SPRON. Til þess þurfa 32 stofnfjáreigendur að selja bréf sín þannig að stór meirihluti hafi myndast sem geti breytt samþykktum sjóðsins. Væntanlega þarf þó fleiri til þess að tryggja endanlega yfirtöku. Ekki er þó útilokað að Fjármálaeftirlitið myndi skoða gaumgæfilega hvort tengsl eigenda þessara félaga væru það mikil að þeir teldust einn og sami aðilinn og hefðu því aðeins fimm prósenta atkvæðishlut. Deilurnar sem stóðu um yfirráð á Sparisjóði Skagafjarðar á dögunum sýndu að yfirtaka á sparisjóði er nánast ómöguleg ef hópur stofnfjáreigenda setur sig upp á móti áformum meirihluta og óskar eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins. Í gær rann út sá frestur sem stofnfjáreigendur hafa til þess að skila inn svörum til Fjármálaeftirlitsins varðandi hugsanleg framsöl á stofnfjárhlutum. Lögmenn munu hafa ráðlagt stofnfjáreigendum að svara bréfinu. Línur gætu því skýrst mjög fljótlega um það hver eða hverjir vilji komast yfir SPH. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar fundaði í gær í fyrsta skipti eftir að fréttist að sala stofnfjárhluta væri hafin. Ekki er vitað til þess að hún hafi afgreitt framsöl á stofnfjárhlutum en engar slíkar óskir lágu fyrir á þriðjudaginn. Fyrir fundinum lá beiðni frá fimm stofnfjáreigendum undir forystu Helga Vilhjálmssonar í Góu um að stjórnin kalli saman fund stofnfjáreigenda og skýri frá gangi mála varðandi sölu á stofnfjárhlutum. Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH, vildi ekkert tjá sig um efni fundarins. Þótt margir stofnfjáraðilar hafi sett sig upp á móti kaupunum er sennilega hægt að komast yfir sjóðinn annars vegar með því að einn og sami kaupandinn eignist nær alla stofnfjárhluti, og nái þar með um 95 prósenta eignarhlut, eða, sem teljast verður líklegra, að nokkrir aðilar kaupi stofnféð undir merkjum eignarhaldsfélaga sem hvert um sig á um fimm prósent. Sú leið hefur gefist vel innan SPRON. Til þess þurfa 32 stofnfjáreigendur að selja bréf sín þannig að stór meirihluti hafi myndast sem geti breytt samþykktum sjóðsins. Væntanlega þarf þó fleiri til þess að tryggja endanlega yfirtöku. Ekki er þó útilokað að Fjármálaeftirlitið myndi skoða gaumgæfilega hvort tengsl eigenda þessara félaga væru það mikil að þeir teldust einn og sami aðilinn og hefðu því aðeins fimm prósenta atkvæðishlut. Deilurnar sem stóðu um yfirráð á Sparisjóði Skagafjarðar á dögunum sýndu að yfirtaka á sparisjóði er nánast ómöguleg ef hópur stofnfjáreigenda setur sig upp á móti áformum meirihluta og óskar eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins. Í gær rann út sá frestur sem stofnfjáreigendur hafa til þess að skila inn svörum til Fjármálaeftirlitsins varðandi hugsanleg framsöl á stofnfjárhlutum. Lögmenn munu hafa ráðlagt stofnfjáreigendum að svara bréfinu. Línur gætu því skýrst mjög fljótlega um það hver eða hverjir vilji komast yfir SPH.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira