Ríkisendurskoðandi lauk rannsókn 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira