Nær 50 nýir morfínfíklar í fyrra 8. júní 2005 00:01 Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira