Höggvum á flugvallarhnútinn 3. júní 2005 00:01 Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi hefur um árabil verið oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og í samstarfi flokksins innan Reykjavíkurlistans. Hann hefur fullan hug á að leiða flokkinn áfram í borgarpólítíkinni fyrir borgarstjórnarkosningarnar að ári. Áhrif Alfreðs í borgarstjórnarmeirihlutanum eru sögð mun meiri en ætla mætti, en þau áhrif hefur hann meðal annars í krafti stjórnarformennsku í Orkuveitu Reykjavíkur. Eitt helsta kosningamálið á næsta ári verða ugglaust átök um framtíð Reykjavíkurflugvallar og Vatnsmýrarinnar. Framtíðarskipulag gerir ráð fyrir að völlurinn víki að hluta árið 2016 og að fullu átta árum síðar. En þrýstingurinn vex og þykir skipulagsfræðingum, stjórnmálamönnum og almennum borgurum brýnt að endurmeta stöðuna. Þeir vilja með öðrum orðum flýta því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna í minnihluta borgarstjórnar sagði efnislega í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að óraunhæft væri að flytja völlinn að hluta en vildi þó bíða átekta eftir niðurstöðum viðræðna ríkisvaldsins og borgarinnar um framtíð hans. En í nýjum tillögum sjálfstæðismanna um byggð á eyjunum við borgarsundin er ekki tekin afstaða til framtíðar Vatnsmýrarinnar. Alfreð Þorsteinsson hefur fyrir sitt leyti tekið afstöðu: "Ég tel tillögur sjálfstæðismanna um svonefnda Eyjabyggð athyglisverðar og fyllstu ástæðu til að skoða þær nánar. Hins vegar er alveg ljóst, að þessi mál eru ekki næsta stóra viðfangsefnið á sviði skipulagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Og hvorki Sjálfstæðiflokkurinn né R- listinn geta skotið sér undan því að taka afstöðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar." Höggvum á hnútinn Alfreð telurl ljóst, að aldrei muni nást sátt um, að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni til frambúðar, hvorki í núverandi mynd né smækkaðri. "Það er hins vegar jafnljóst í mínum huga, að það er skylda höfuðborgarinnar að greiðar flugsamgöngur séu í næsta nágrenni hennar og þá er ég ekki að tala um Keflavíkurflugvöll heldur flugvöll, sem staðsettur yrði nær Reykjavík. Ég tel tímabært, að höggva á þennan hnút og ákveða að reisa innlandsflugvöll á uppfyllingum við Löngusker í Skerjafirði. Framundan er alþjóðleg samkeppni um Vatnsmýrina. Að mínu mati ætti Reykjavíkurflugvöllur ekki að vera inni í skipulagsforsendum þessarar samkeppni. Með slíkri ákvörðun væri tryggt, að innlandsflug yrði áfram á höfuðborgarsvæðinu í góðum tengslum við miðborg Reykjavíkur og Vatnsmýrin yrði samfellt byggingarsvæði fyrir íbúa, fyrirtæki og stofnanir, sem einkum tengdust háskólunum tveimur, Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur." Valkostir í byggð Kostnaður við nýjan flugvöll ásamt landfyllingu og vegagerð gæti numið 10-20 milljörðum króna, en á móti koma tekjur af sölu lóða í Vatnsmýrinni langt umfram þennan kostnað, segir Alfreð. "Í sjálfu sér er fagnaðarefni, að sjálfstæðismenn í borgarstjórn skuli hafa sett fram nýjar hugmyndir um skipulagsmál, sem miða að því að styrkja miðborgina. Það er raunar í samræmi við þá stefnu Reykjavíkurlistans að þétta byggðina. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt, að borgarbúar eigi kost á hvort tveggja að búa í miðborginni eða í úthverfum í nánd við náttúruna. Fyrirhuguð uppbygging í Úlfarfellsdalnum er mjög spennandi kostur. Að sumu leyti minnir hann á Fossvogsdalinn. Þessi staðsetning er ekkert fjær miðborg Reykjavíkur en ýmis hverfi í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Úthlutun lóða í Úlfarfellslandi hefst síðar á þessu ári, en þar verður úthlutað lóðum fyrir samtals eitt þúsund íbúðir. Þetta svæði verður ekki síður eftirsótt en Grafarholtshverfið, sem þykir hafa heppnast afar vel." Vill ekki einkavæða Orkuveituna Alfreð hallast að áframhaldandi samstarfi innan Reykjavíkurlistans eftir kosningarnar að ári liðnu og kveðst ekki líta á Sjálfstæðisflokkinn sem mikla ógn við það samstarf. "Ógnun kemur innan frá. Hún býr í fólki sem áttar sig ekki á hvernig valdatíð sjálfstæðismanna var. Ég vona þó, að menn nái áttum og haldi áfram því mikla uppbyggingarstarfi sem gert hefur Reykjavík að eftirsóttri alþjóðaborg. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið öflugur sem minnihluti. Tveir af borgarfulltrúum flokksins eru jafnframt þingmenn og annar þeirra ráðherra. Hvort starfið um sig, að vera borgarfulltrúi eða þingmaður, er fullt starf þannig að ljóst er að borgarstjórnarflokkur þeirra veikist fyrir bragðið. Neikvæð afstaða sjálfstæðismanna í margvíslegum málum hefur ekki aukið þeim tiltrú. Þeirra reyndasti maður er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hann hefur verið farsæll í störfum sínum, en aðrir borgarfulltrúar flokksins eru mistækir, svo vægt sé til orða tekið. Ef sjálfstæðismenn komast til valda í Reykjavík óttast ég það mjög að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. Sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja einkavæða opinber fyrirtæki komist flokkurinn í aðstöðu til þess. Verði Orkuveitan seld munu fjárfestar vilja fá arð af fjárfestingu sinni, sem einungis yrði náð með hækkun orkugjalda. Orkugjöld í Reykjavík eru þau langlægstu sem þekkjast, ef borið er saman við höfuðborgir annarra Norðurlanda enda er það stefna núverandi borgaryfirvalda að hafa orkugjald íbúanna í lágmarki. 50 milljarðar á 20 árum Orkuveita Reykjavíkur er í þeirri stöðu í dag, að hún er valkostur fyrir erlenda fjárfesta, sem vilja ráðast í stóriðju. Svo var ekki í tíð sjálfstæðismanna, þegar hér voru rekin þrjú veitufyrirtæki. Þá vantaði kraftinn sem fylgir stærð fyrirtækisins í dag. Þessi nýja staða hefur styrkt atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu, því að með virkjanaframkvæmdum á Nesjavöllum og Hellisheiði ásamt stækkun Norðuráls olg stækkandi markaði að öðru leyti hafa tugir milljarða króna streymt inn á Suðvesturhornið sem nýta má til uppbyggingar og framkvæmda. Samningar þeir, sem Orkuveitan hefur þegar gert vegna Norðuráls nema um 50 milljörðum króna næstu 20 árin. Slíkir samningar eru gríðarlega þýðingarmiklir fyrir Orkuveituna. Þeir hafa líka orðið til þess að lækka orkuverð til almennings, en ekki öfugt, eins og haldið hefur verið fram. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi hefur um árabil verið oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og í samstarfi flokksins innan Reykjavíkurlistans. Hann hefur fullan hug á að leiða flokkinn áfram í borgarpólítíkinni fyrir borgarstjórnarkosningarnar að ári. Áhrif Alfreðs í borgarstjórnarmeirihlutanum eru sögð mun meiri en ætla mætti, en þau áhrif hefur hann meðal annars í krafti stjórnarformennsku í Orkuveitu Reykjavíkur. Eitt helsta kosningamálið á næsta ári verða ugglaust átök um framtíð Reykjavíkurflugvallar og Vatnsmýrarinnar. Framtíðarskipulag gerir ráð fyrir að völlurinn víki að hluta árið 2016 og að fullu átta árum síðar. En þrýstingurinn vex og þykir skipulagsfræðingum, stjórnmálamönnum og almennum borgurum brýnt að endurmeta stöðuna. Þeir vilja með öðrum orðum flýta því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna í minnihluta borgarstjórnar sagði efnislega í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að óraunhæft væri að flytja völlinn að hluta en vildi þó bíða átekta eftir niðurstöðum viðræðna ríkisvaldsins og borgarinnar um framtíð hans. En í nýjum tillögum sjálfstæðismanna um byggð á eyjunum við borgarsundin er ekki tekin afstaða til framtíðar Vatnsmýrarinnar. Alfreð Þorsteinsson hefur fyrir sitt leyti tekið afstöðu: "Ég tel tillögur sjálfstæðismanna um svonefnda Eyjabyggð athyglisverðar og fyllstu ástæðu til að skoða þær nánar. Hins vegar er alveg ljóst, að þessi mál eru ekki næsta stóra viðfangsefnið á sviði skipulagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Og hvorki Sjálfstæðiflokkurinn né R- listinn geta skotið sér undan því að taka afstöðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar." Höggvum á hnútinn Alfreð telurl ljóst, að aldrei muni nást sátt um, að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni til frambúðar, hvorki í núverandi mynd né smækkaðri. "Það er hins vegar jafnljóst í mínum huga, að það er skylda höfuðborgarinnar að greiðar flugsamgöngur séu í næsta nágrenni hennar og þá er ég ekki að tala um Keflavíkurflugvöll heldur flugvöll, sem staðsettur yrði nær Reykjavík. Ég tel tímabært, að höggva á þennan hnút og ákveða að reisa innlandsflugvöll á uppfyllingum við Löngusker í Skerjafirði. Framundan er alþjóðleg samkeppni um Vatnsmýrina. Að mínu mati ætti Reykjavíkurflugvöllur ekki að vera inni í skipulagsforsendum þessarar samkeppni. Með slíkri ákvörðun væri tryggt, að innlandsflug yrði áfram á höfuðborgarsvæðinu í góðum tengslum við miðborg Reykjavíkur og Vatnsmýrin yrði samfellt byggingarsvæði fyrir íbúa, fyrirtæki og stofnanir, sem einkum tengdust háskólunum tveimur, Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur." Valkostir í byggð Kostnaður við nýjan flugvöll ásamt landfyllingu og vegagerð gæti numið 10-20 milljörðum króna, en á móti koma tekjur af sölu lóða í Vatnsmýrinni langt umfram þennan kostnað, segir Alfreð. "Í sjálfu sér er fagnaðarefni, að sjálfstæðismenn í borgarstjórn skuli hafa sett fram nýjar hugmyndir um skipulagsmál, sem miða að því að styrkja miðborgina. Það er raunar í samræmi við þá stefnu Reykjavíkurlistans að þétta byggðina. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt, að borgarbúar eigi kost á hvort tveggja að búa í miðborginni eða í úthverfum í nánd við náttúruna. Fyrirhuguð uppbygging í Úlfarfellsdalnum er mjög spennandi kostur. Að sumu leyti minnir hann á Fossvogsdalinn. Þessi staðsetning er ekkert fjær miðborg Reykjavíkur en ýmis hverfi í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Úthlutun lóða í Úlfarfellslandi hefst síðar á þessu ári, en þar verður úthlutað lóðum fyrir samtals eitt þúsund íbúðir. Þetta svæði verður ekki síður eftirsótt en Grafarholtshverfið, sem þykir hafa heppnast afar vel." Vill ekki einkavæða Orkuveituna Alfreð hallast að áframhaldandi samstarfi innan Reykjavíkurlistans eftir kosningarnar að ári liðnu og kveðst ekki líta á Sjálfstæðisflokkinn sem mikla ógn við það samstarf. "Ógnun kemur innan frá. Hún býr í fólki sem áttar sig ekki á hvernig valdatíð sjálfstæðismanna var. Ég vona þó, að menn nái áttum og haldi áfram því mikla uppbyggingarstarfi sem gert hefur Reykjavík að eftirsóttri alþjóðaborg. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið öflugur sem minnihluti. Tveir af borgarfulltrúum flokksins eru jafnframt þingmenn og annar þeirra ráðherra. Hvort starfið um sig, að vera borgarfulltrúi eða þingmaður, er fullt starf þannig að ljóst er að borgarstjórnarflokkur þeirra veikist fyrir bragðið. Neikvæð afstaða sjálfstæðismanna í margvíslegum málum hefur ekki aukið þeim tiltrú. Þeirra reyndasti maður er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hann hefur verið farsæll í störfum sínum, en aðrir borgarfulltrúar flokksins eru mistækir, svo vægt sé til orða tekið. Ef sjálfstæðismenn komast til valda í Reykjavík óttast ég það mjög að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. Sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja einkavæða opinber fyrirtæki komist flokkurinn í aðstöðu til þess. Verði Orkuveitan seld munu fjárfestar vilja fá arð af fjárfestingu sinni, sem einungis yrði náð með hækkun orkugjalda. Orkugjöld í Reykjavík eru þau langlægstu sem þekkjast, ef borið er saman við höfuðborgir annarra Norðurlanda enda er það stefna núverandi borgaryfirvalda að hafa orkugjald íbúanna í lágmarki. 50 milljarðar á 20 árum Orkuveita Reykjavíkur er í þeirri stöðu í dag, að hún er valkostur fyrir erlenda fjárfesta, sem vilja ráðast í stóriðju. Svo var ekki í tíð sjálfstæðismanna, þegar hér voru rekin þrjú veitufyrirtæki. Þá vantaði kraftinn sem fylgir stærð fyrirtækisins í dag. Þessi nýja staða hefur styrkt atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu, því að með virkjanaframkvæmdum á Nesjavöllum og Hellisheiði ásamt stækkun Norðuráls olg stækkandi markaði að öðru leyti hafa tugir milljarða króna streymt inn á Suðvesturhornið sem nýta má til uppbyggingar og framkvæmda. Samningar þeir, sem Orkuveitan hefur þegar gert vegna Norðuráls nema um 50 milljörðum króna næstu 20 árin. Slíkir samningar eru gríðarlega þýðingarmiklir fyrir Orkuveituna. Þeir hafa líka orðið til þess að lækka orkuverð til almennings, en ekki öfugt, eins og haldið hefur verið fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira