Eyjaborgin Reykjavík 26. maí 2005 00:01 "Í dag er eitt ár til borgarstjórnarkosninga. Þetta er framtíðarsýnin sem við ætlum að kynna höfuðborgarbúum, meðal annars á stóru íbúaþingi í næsta mánuði," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þannig gefist íbúum kostur á að koma með athugasemdir og tillögur. Meginhugmynd sjálfstæðismanna er að í stað þess að brjóta land undir byggð í nágrenni Reykjavíkur verði áhersla lögð á nýja byggð í Geldinganesi og í vesturhluta borgarinnar. Þar verði ráðist í allt að 350 hektara uppfyllingar milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í átt að Engey. Með þessu yrði skapað landrými og lóðir fyrir 30 þúsund íbúa, einkum á eyjunum við sundin. "Við teljum að þessar landfyllingar séu samkeppnishæfar við hið nýja uppsprengda lóðaverð og gott betur," segir Vilhjálmur. Hann telur ekki að uppbygging á austanverðri Viðey fari gegn umhverfissjónarmiðum. "Okkar hugmyndir um vistvæna byggð í Viðey eru varkárar. Við teljum að vel megi koma þar fyrir fjölskylduvænni og lágreistri byggð. Íbúar í Viðey voru eitt sinn um tvö hundruð og við erum aðeins að tala um austasta hluta eyjunnar." Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill ráðast í fyrsta áfanga Sundabrautar strax, en heildarkostnaður er vart talinn vera undir 17 milljörðum króna. Rík áhersla er lögð á greiða leið frá austri til vesturs um Miklubraut, meðal annars með mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segist vilja bindandi atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins. "En áður verðum við að fara vel yfir valkostina til þess að unnt sé að taka upplýsta og stefnumarkandi ákvörðun. Forsendur þurfa að vera skýrar sem og spurningarnar. Ég held að allir geri sér ljóst að flugvöllurinn fer á endanum úr Vatnsmýrinni. Ég get ekki séð að það verði gert með því að leggja niður eina braut og aðra síðar. En fari völlurinn er mikilvægt að nýr völlur verði á Reykjavíkursvæðinu," segir Vilhjálmur. Alfreð Þorsteinsson, R-listanum og formaður borgarráðs, segir að framtíðarhugmyndir sjálfstæðismanna um eyjabyggð beri vitni um að þeir telji stöðu borgarsjóðs afar sterka. "Þeir víla ekki fyrir sér að kynna jarðgöng og brýr til að tengja 30 þúsund manna eyjabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn skilar hins vegar auðu þegar kemur að Vatnsmýrinni. Það er miklu nærtækara viðfangsefni þar sem búast má við 25 þúsund manna byggð. Kannski er þessi framtíðarsýn til vitnis um það að sjálfstæðismenn telji að næstu borgarstjórnarkosningar séu fyrirfram tapaðar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
"Í dag er eitt ár til borgarstjórnarkosninga. Þetta er framtíðarsýnin sem við ætlum að kynna höfuðborgarbúum, meðal annars á stóru íbúaþingi í næsta mánuði," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þannig gefist íbúum kostur á að koma með athugasemdir og tillögur. Meginhugmynd sjálfstæðismanna er að í stað þess að brjóta land undir byggð í nágrenni Reykjavíkur verði áhersla lögð á nýja byggð í Geldinganesi og í vesturhluta borgarinnar. Þar verði ráðist í allt að 350 hektara uppfyllingar milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í átt að Engey. Með þessu yrði skapað landrými og lóðir fyrir 30 þúsund íbúa, einkum á eyjunum við sundin. "Við teljum að þessar landfyllingar séu samkeppnishæfar við hið nýja uppsprengda lóðaverð og gott betur," segir Vilhjálmur. Hann telur ekki að uppbygging á austanverðri Viðey fari gegn umhverfissjónarmiðum. "Okkar hugmyndir um vistvæna byggð í Viðey eru varkárar. Við teljum að vel megi koma þar fyrir fjölskylduvænni og lágreistri byggð. Íbúar í Viðey voru eitt sinn um tvö hundruð og við erum aðeins að tala um austasta hluta eyjunnar." Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill ráðast í fyrsta áfanga Sundabrautar strax, en heildarkostnaður er vart talinn vera undir 17 milljörðum króna. Rík áhersla er lögð á greiða leið frá austri til vesturs um Miklubraut, meðal annars með mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segist vilja bindandi atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins. "En áður verðum við að fara vel yfir valkostina til þess að unnt sé að taka upplýsta og stefnumarkandi ákvörðun. Forsendur þurfa að vera skýrar sem og spurningarnar. Ég held að allir geri sér ljóst að flugvöllurinn fer á endanum úr Vatnsmýrinni. Ég get ekki séð að það verði gert með því að leggja niður eina braut og aðra síðar. En fari völlurinn er mikilvægt að nýr völlur verði á Reykjavíkursvæðinu," segir Vilhjálmur. Alfreð Þorsteinsson, R-listanum og formaður borgarráðs, segir að framtíðarhugmyndir sjálfstæðismanna um eyjabyggð beri vitni um að þeir telji stöðu borgarsjóðs afar sterka. "Þeir víla ekki fyrir sér að kynna jarðgöng og brýr til að tengja 30 þúsund manna eyjabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn skilar hins vegar auðu þegar kemur að Vatnsmýrinni. Það er miklu nærtækara viðfangsefni þar sem búast má við 25 þúsund manna byggð. Kannski er þessi framtíðarsýn til vitnis um það að sjálfstæðismenn telji að næstu borgarstjórnarkosningar séu fyrirfram tapaðar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira