Miami 1 - Detroit 1 26. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86 og hefur jafnað metin í einvígi liðanna. Wade skoraði 40 stig í leiknum í nótt, þar af 20 í lokaleikhlutanum og reyndist of stór biti fyrir meistarana að þessu sinni, sem nú halda heim til bílaborgarinnar þar sem næstu tveir leikir fara fram. Shaquille O´Neal var spurður hvernig hefði staðið á að hann hafi verið að hringja í Wade svona á nóttinni með það á hættu að vekja fjölskyldu hans. "Ég vildi ganga úr skugga um að hann gleymdi fyrsta leiknum og héldi áfram að vera grimmur og spilaði sinn leik. Ég skyldi vera honum innan handar, sama hvað," sagði O´Neal sem vildi meina að spjótin hefðu beinst að Wade eftir tapið í fyrsta leiknum. Leikur liðanna í gær var jafn lengst af, en það var Wade sem gerði útslagið í lokaleikhlutanum með ótrúlegum tilþrifum. "Þetta hefur einkennt leik hans síðan hann kom inn í deildina. Ef hann á slæman dag, skoðar hann af hverju og aðlagar leik sinn og kemur til baka með breytt plön. Það er eitt af því sem gerir hann að þessum frábæra leikmanni sem hann er," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Tayshaun Prince 17 stig, Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 14 stig (8 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Lindsay Hunter 6 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 40 stig (8 frák, 6 stoðs), Shaquille O´Neal 17 stig (10 frák), Damon Jones 14 stig (7 frák), Eddie Jones 6 stig (7 frák), Alonzo Mourning 6 stig. NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sjá meira
Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86 og hefur jafnað metin í einvígi liðanna. Wade skoraði 40 stig í leiknum í nótt, þar af 20 í lokaleikhlutanum og reyndist of stór biti fyrir meistarana að þessu sinni, sem nú halda heim til bílaborgarinnar þar sem næstu tveir leikir fara fram. Shaquille O´Neal var spurður hvernig hefði staðið á að hann hafi verið að hringja í Wade svona á nóttinni með það á hættu að vekja fjölskyldu hans. "Ég vildi ganga úr skugga um að hann gleymdi fyrsta leiknum og héldi áfram að vera grimmur og spilaði sinn leik. Ég skyldi vera honum innan handar, sama hvað," sagði O´Neal sem vildi meina að spjótin hefðu beinst að Wade eftir tapið í fyrsta leiknum. Leikur liðanna í gær var jafn lengst af, en það var Wade sem gerði útslagið í lokaleikhlutanum með ótrúlegum tilþrifum. "Þetta hefur einkennt leik hans síðan hann kom inn í deildina. Ef hann á slæman dag, skoðar hann af hverju og aðlagar leik sinn og kemur til baka með breytt plön. Það er eitt af því sem gerir hann að þessum frábæra leikmanni sem hann er," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Tayshaun Prince 17 stig, Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 14 stig (8 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Lindsay Hunter 6 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 40 stig (8 frák, 6 stoðs), Shaquille O´Neal 17 stig (10 frák), Damon Jones 14 stig (7 frák), Eddie Jones 6 stig (7 frák), Alonzo Mourning 6 stig.
NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sjá meira