Borgin hefur styrkt Viðey 9. maí 2005 00:01 Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Sjá meira
Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar