Fyrningarfrumvarp klauf nefnd 6. maí 2005 00:01 Allsherjarnefnd klofnaði í afstöðu sinni til fyrningarfrumvarps Ágústs Ólafs Ágústssonar í gær. Meiri hluti nefndarinnar taldi rétt sem fyrsta skref að hækka lágmarksaldurinn upp í 18 ár og lengja þar með fyrningarfrestinn um fjögur ár. Jafnframt að senda önnur atriði málsins til athugunar í dómsmálaráðuneytinu. Að áliti þessa efnis stóðu alþingismenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins. Minni hluti nefndarinnar vildi að frumvarpið færi óbreytt í gegnum hana en það gerir ráð fyrir afnámi fyrningarfrests vegna allra kynferðisafbrota gegn börnum undir 14 ára aldri. Samkvæmt núgildandi lögum eru fyrningarfrestir frá 5 árum upp í 15 ár. "Ég stend að þessu nefndaráliti með fyrirvara og hef áskilið mér að leggja fram breytingartillögu. Ég vil ganga lengra" sagði Jónína Bjartmarz alþingismaður. "Ég vil gera mismun á þessum brotum eftir grófleika þeirra, alvarleika og hámarksrefsingunni sem lögð er við. Mér finnst horfa allt öðru vísi við með grófu brotin, kynferðislegt ofbeldi, samræði og önnur kynmök heldur en með kynferðislega áreitni. Ég hef ekki getað fallist á mál Ágústs Ólafs af þessum sökum, þó ég hefði viljað mæta sérstöðu þessara brotaþola með því að breyta fyrningarreglunum." Jónína kvaðst hafa staðið að nefnarálitinu í trausti þess og trú að það væri almenn samstaða og vilji til þess að hefja endurskoðun á öllum kynferðisbrotakaflanum. Hægt væri að hugsa sem svo að rétt væri að lengja fyrningarfrestinn hvað grófustu brotin varðaði og hækka refsirammann í kjölfarið. " Það er mikill sigur að ná málinu úr nefndinni, en vonbrigði að stjórnarmeirihlutinn treysti sér ekki til að viðurkenna sérstöðu þessara brota með því að gera þau ófyrnanleg," sagði Ágúst Ólafur. "En nú fer málið í þingsalinn. Þar verður það rætt og kosið um það. Ég mun berjast fyrir því áfram að kynferðisbrot gegn börnum verði ófyrnanleg. Það er grundvallaratriði." Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Allsherjarnefnd klofnaði í afstöðu sinni til fyrningarfrumvarps Ágústs Ólafs Ágústssonar í gær. Meiri hluti nefndarinnar taldi rétt sem fyrsta skref að hækka lágmarksaldurinn upp í 18 ár og lengja þar með fyrningarfrestinn um fjögur ár. Jafnframt að senda önnur atriði málsins til athugunar í dómsmálaráðuneytinu. Að áliti þessa efnis stóðu alþingismenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins. Minni hluti nefndarinnar vildi að frumvarpið færi óbreytt í gegnum hana en það gerir ráð fyrir afnámi fyrningarfrests vegna allra kynferðisafbrota gegn börnum undir 14 ára aldri. Samkvæmt núgildandi lögum eru fyrningarfrestir frá 5 árum upp í 15 ár. "Ég stend að þessu nefndaráliti með fyrirvara og hef áskilið mér að leggja fram breytingartillögu. Ég vil ganga lengra" sagði Jónína Bjartmarz alþingismaður. "Ég vil gera mismun á þessum brotum eftir grófleika þeirra, alvarleika og hámarksrefsingunni sem lögð er við. Mér finnst horfa allt öðru vísi við með grófu brotin, kynferðislegt ofbeldi, samræði og önnur kynmök heldur en með kynferðislega áreitni. Ég hef ekki getað fallist á mál Ágústs Ólafs af þessum sökum, þó ég hefði viljað mæta sérstöðu þessara brotaþola með því að breyta fyrningarreglunum." Jónína kvaðst hafa staðið að nefnarálitinu í trausti þess og trú að það væri almenn samstaða og vilji til þess að hefja endurskoðun á öllum kynferðisbrotakaflanum. Hægt væri að hugsa sem svo að rétt væri að lengja fyrningarfrestinn hvað grófustu brotin varðaði og hækka refsirammann í kjölfarið. " Það er mikill sigur að ná málinu úr nefndinni, en vonbrigði að stjórnarmeirihlutinn treysti sér ekki til að viðurkenna sérstöðu þessara brota með því að gera þau ófyrnanleg," sagði Ágúst Ólafur. "En nú fer málið í þingsalinn. Þar verður það rætt og kosið um það. Ég mun berjast fyrir því áfram að kynferðisbrot gegn börnum verði ófyrnanleg. Það er grundvallaratriði."
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira