Mikill jarðgangaáhugi á þingi 4. maí 2005 00:01 Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira