Skrýtnir afdalamenn til sýnis? 3. maí 2005 00:01 Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun