Innlent

Óttast að sé verið að tefja málið

 Frumvarpið er nú í allsherjarnefnd. Formaður hennar, Bjarni Benediktsson útilokar ekki að það verði afgreitt frá þessu þingi, en telur einnig koma til álita að vísa því til dómsmálaráðuneytis, þar sem er að hefjast vinna við aðgeraðáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. "Það er jákvætt að endurskoða hegningarlögin," sagði Ágúst Ólafur. "En samþykki þessa frumvarps breytir engu í því efni. Hvað varðar afnám fyrningarfrestsins þá er óvíst hvað kemur út úr þeirri endurskoðun í ráðuneytinu. Ég sé enga þörf á að vísa jafn einföldu frumvarpi, þar sem engar alvarlegar athugasemdir hafa borist, til ráðuneytisins. Ég skil ekki af hverju meiri hluti allsherjarnefndar vill ekki leyfa öðrum þingmönnum að taka afstöðu til málsins með því að afgreiða það úr nefndinni".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×