Yfir 50% námsmanna í vinnu 24. apríl 2005 00:01 Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Á fyrsta ársfjórðungi ársins unnu rétt tæp 60% allra námsmanna yfir sextán ára aldri með vinnu, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Meðalvinnuvikan hjá þeim sem vinna er tæplega tuttugu og sjö stundir. Rétt er þó að taka fram að inni í þeim tölum eru námsmenn sem eru á námssamningi eða í starfsþjálfun. Líklegt er að meðalvinnuvikan sé nokkuð styttri, sé einungis miðað við þá sem eru í bóknámi. Framhaldsskólanemendur sem fréttastofan ræddi við voru þó á einu máli um að vinnan kæmi ekki niður á náminu. En það er ekki bara á framhaldsskólastigi sem nemendur vinna með námi því það gera einnig margir háskólanemar landsins. Gildir þá einu þó þeir séu í fullu námi, og jafnvel á meistarastigi. Oddný Sverrisdóttir, forseti Hugvísindadeildar Háskóla Íslands, segir það jafnvel ganga svo langt að spurning sé hvort nemendur sé í vinnu með námi eða námi með vinnu. Og Oddný segir það orðið nokkuð algengt að nemendur ljúki ekki námi og þar spili mikil vinna sína rullu. Hún segir það mjög sorglegt þegar nemendur taki vinnuna það mikið fram yfir að þeir ljúki aldrei náminu. Hún segist vonast til þess að með tilkomu Háskólasjóðs Eimskipa dragi úr þessari þróun, sérstaklega í meistaranámi, enda muni nemendur í rannsóknartengdu námi þá fá styrki fyrir nám sitt. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Á fyrsta ársfjórðungi ársins unnu rétt tæp 60% allra námsmanna yfir sextán ára aldri með vinnu, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Meðalvinnuvikan hjá þeim sem vinna er tæplega tuttugu og sjö stundir. Rétt er þó að taka fram að inni í þeim tölum eru námsmenn sem eru á námssamningi eða í starfsþjálfun. Líklegt er að meðalvinnuvikan sé nokkuð styttri, sé einungis miðað við þá sem eru í bóknámi. Framhaldsskólanemendur sem fréttastofan ræddi við voru þó á einu máli um að vinnan kæmi ekki niður á náminu. En það er ekki bara á framhaldsskólastigi sem nemendur vinna með námi því það gera einnig margir háskólanemar landsins. Gildir þá einu þó þeir séu í fullu námi, og jafnvel á meistarastigi. Oddný Sverrisdóttir, forseti Hugvísindadeildar Háskóla Íslands, segir það jafnvel ganga svo langt að spurning sé hvort nemendur sé í vinnu með námi eða námi með vinnu. Og Oddný segir það orðið nokkuð algengt að nemendur ljúki ekki námi og þar spili mikil vinna sína rullu. Hún segir það mjög sorglegt þegar nemendur taki vinnuna það mikið fram yfir að þeir ljúki aldrei náminu. Hún segist vonast til þess að með tilkomu Háskólasjóðs Eimskipa dragi úr þessari þróun, sérstaklega í meistaranámi, enda muni nemendur í rannsóknartengdu námi þá fá styrki fyrir nám sitt.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira