Detroit 1- Philadelphia 0 24. apríl 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig. NBA Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig.
NBA Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira