Tilþrifalítill Haukasigur 23. apríl 2005 00:01 Þótt ÍBV hafi skorað fyrsta mark leiksins voru það Haukar sem höfðu öll völd á vellinum nánast frá fyrstu mínútu. Þær keyrðu grimmt á Eyjastúlkur og röðuðu inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Þær voru á góðri leið með að sökkva Eyjaliðinu þegar Alfreð Finnsson brá á það ráð að taka leikhlé eftir aðeins 12 mínútna leik en þá var staðan 6-2 fyrir Hauka. Eyjastúlkur rönkuðu aðeins við sér í kjölfarið en Haukastúlkur héldu áfram að keyra hratt og náðu fimm marka forystu, 10-5, en þá kom fínn kippur hjá gestunum og þær voru ekki fjarri heimastúlkum í leikhléi, 12-9. Það er reyndar ótrúlegt að munurinn skuli ekki hafa verið meiri í leikhléi því Alla Gokorian var sú eina sem lék af eðlilegri getu í fyrri hálfleik ásamt Florentinu Grecu markverði. Aðrir leikmenn voru einfaldlega í felum og ekki í neinum takti við leikinn. Eltingarleikurinn hélt áfram í fyrri hálfleik. Haukar héldu ÍBV í hæfilegri fjarlægð og þegar Eyjastúlkur komust óþægilega nærri var stigið á bensínið á ný. Næst komust Eyjastúlkur að jafna í stöðunni 19-18 en lengra komust þær ekki. Haukastúlkur fögnuðu sigri sem var vart til orða tekið tilþrifalítill. Þær spiluðu mjög góða vörn framan af en svo fjaraði undan henni sem og sóknarleiknum. Hann var mjög skynsamur framan af, Haukar léku langar og skynsamar sóknir þar sem beðið var eftir góðu skotfæri en allur taktur datt úr sóknarleiknum eftir því sem leið á leikinn. Erna Þráinsdóttir lék best Hauka, nýtti skotin sín vel og skoraði góð mörk úr hraðaupphlaupum. Aðrir sóknarleikmenn Hauka léku undir getu en Ramune Pekarskyte getur þó afsakað sig með að hafa verið tekin úr umferð nánast allan leikinn. Ef Haukastúlkur voru slakar í leiknum þá voru Eyjastúlkur skelfilegar. Grecu varði ágætlega eins og oft áður en allt of fáir leikmenn lögðu lóð sín á vogarskálarnar út á vellinum. Lengi vel biðu Eyjastúlkur eftir því að Alla tæki af skarið og ef hún gerði það ekki runnu sóknir liðsins út í sandinn. Patsiou hóf leikinn allt of seint og Eva Björk hefði mátt reyna mikið meira því hún skoraði nánast í hvert skipti sem hún vildi. Bæði lið eiga mikið inni miðað við þessa viðureign og leiðin hjá þeim getur ekki legið annað en upp á við eftir þessa slöku frammistöðu. Haukastúlkum er eflaust slétt sama um hversu slakar þær voru því þær sigruðu og það er það eina sem skiptir máli. "Við byrjuðum ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í leikinn en blessunarlega tókum við þetta á lokasprettinum og kláruðum leikinn," sagði hornamaðurinn Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem hefur oft leikið betur en öll hennar mörk komu úr vítum og hraðaupphlaupum. "Við vorum ekki að spila vel í dag og því er léttir að hafa samt sigrað. Það verður fjör að fara til Eyja í næsta leik en okkur hefur ekki gengið vel þar hingað til en það er kominn tími á sigur þar og við ætlum okkur að ná sigri þar í næsta leik," sagði Hanna Guðrún. Haukar-ÍBV 22-19 (12-9).Mörk Hauka (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/4 (9/5), Erna Þráinsdóttir 4 (7), Ramune Pekarskyte 4 (8), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (4), Harpa Melsted 2 (7), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 7 (Erna 3, Hanna 2, Harpa, Inga Fríða). Fiskuð víti: 5 (Inga Fríða, Hanna, Erna, Martha, Ragnhildur). Varin skot: Helga Torfadóttir 12, Kristina Matuzeviciute 3. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 7/2 (18/2), Eva Björk Hlöðversdóttir 5 (5), Anastasia Patsiou 5 (9), Tatjana Zukovska 1 (2), Darinka Stefanovic 1 (1). Hraðaupphlaup: 0. Fiskuð víti: 2 (Alla, Patsiou). Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Þótt ÍBV hafi skorað fyrsta mark leiksins voru það Haukar sem höfðu öll völd á vellinum nánast frá fyrstu mínútu. Þær keyrðu grimmt á Eyjastúlkur og röðuðu inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Þær voru á góðri leið með að sökkva Eyjaliðinu þegar Alfreð Finnsson brá á það ráð að taka leikhlé eftir aðeins 12 mínútna leik en þá var staðan 6-2 fyrir Hauka. Eyjastúlkur rönkuðu aðeins við sér í kjölfarið en Haukastúlkur héldu áfram að keyra hratt og náðu fimm marka forystu, 10-5, en þá kom fínn kippur hjá gestunum og þær voru ekki fjarri heimastúlkum í leikhléi, 12-9. Það er reyndar ótrúlegt að munurinn skuli ekki hafa verið meiri í leikhléi því Alla Gokorian var sú eina sem lék af eðlilegri getu í fyrri hálfleik ásamt Florentinu Grecu markverði. Aðrir leikmenn voru einfaldlega í felum og ekki í neinum takti við leikinn. Eltingarleikurinn hélt áfram í fyrri hálfleik. Haukar héldu ÍBV í hæfilegri fjarlægð og þegar Eyjastúlkur komust óþægilega nærri var stigið á bensínið á ný. Næst komust Eyjastúlkur að jafna í stöðunni 19-18 en lengra komust þær ekki. Haukastúlkur fögnuðu sigri sem var vart til orða tekið tilþrifalítill. Þær spiluðu mjög góða vörn framan af en svo fjaraði undan henni sem og sóknarleiknum. Hann var mjög skynsamur framan af, Haukar léku langar og skynsamar sóknir þar sem beðið var eftir góðu skotfæri en allur taktur datt úr sóknarleiknum eftir því sem leið á leikinn. Erna Þráinsdóttir lék best Hauka, nýtti skotin sín vel og skoraði góð mörk úr hraðaupphlaupum. Aðrir sóknarleikmenn Hauka léku undir getu en Ramune Pekarskyte getur þó afsakað sig með að hafa verið tekin úr umferð nánast allan leikinn. Ef Haukastúlkur voru slakar í leiknum þá voru Eyjastúlkur skelfilegar. Grecu varði ágætlega eins og oft áður en allt of fáir leikmenn lögðu lóð sín á vogarskálarnar út á vellinum. Lengi vel biðu Eyjastúlkur eftir því að Alla tæki af skarið og ef hún gerði það ekki runnu sóknir liðsins út í sandinn. Patsiou hóf leikinn allt of seint og Eva Björk hefði mátt reyna mikið meira því hún skoraði nánast í hvert skipti sem hún vildi. Bæði lið eiga mikið inni miðað við þessa viðureign og leiðin hjá þeim getur ekki legið annað en upp á við eftir þessa slöku frammistöðu. Haukastúlkum er eflaust slétt sama um hversu slakar þær voru því þær sigruðu og það er það eina sem skiptir máli. "Við byrjuðum ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í leikinn en blessunarlega tókum við þetta á lokasprettinum og kláruðum leikinn," sagði hornamaðurinn Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem hefur oft leikið betur en öll hennar mörk komu úr vítum og hraðaupphlaupum. "Við vorum ekki að spila vel í dag og því er léttir að hafa samt sigrað. Það verður fjör að fara til Eyja í næsta leik en okkur hefur ekki gengið vel þar hingað til en það er kominn tími á sigur þar og við ætlum okkur að ná sigri þar í næsta leik," sagði Hanna Guðrún. Haukar-ÍBV 22-19 (12-9).Mörk Hauka (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/4 (9/5), Erna Þráinsdóttir 4 (7), Ramune Pekarskyte 4 (8), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (4), Harpa Melsted 2 (7), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 7 (Erna 3, Hanna 2, Harpa, Inga Fríða). Fiskuð víti: 5 (Inga Fríða, Hanna, Erna, Martha, Ragnhildur). Varin skot: Helga Torfadóttir 12, Kristina Matuzeviciute 3. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 7/2 (18/2), Eva Björk Hlöðversdóttir 5 (5), Anastasia Patsiou 5 (9), Tatjana Zukovska 1 (2), Darinka Stefanovic 1 (1). Hraðaupphlaup: 0. Fiskuð víti: 2 (Alla, Patsiou).
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira