Hvenær er fyrsti maí? 20. apríl 2005 00:01 Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun