Joseph Ratzinger kjörinn páfi 19. apríl 2005 00:01 Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. Hvítan reyk lagði upp úr páfareykháfnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu skömmu fyrir klukkan fjögur. Nokkur óvissa ríkti þó með litinn á reyknum, hann var dökkur til að byrja með en varð svo hvítur. Staðfesting þess að nýr páfi hefði verið valinn kom ekki fyrr en farið var að hringja kirkjuklukkunum í Péturskirkjunni. Nú hringja reyndar allar kirkjuklukkur í Róm. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Kardinálarnir þurftu aðeins fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur, það er ekki alveg ljóst hvort er, til að komast að niðurstöðu, sem er óvenju stutt. Þeir voru aðeins verið lokaðir inni í rúmar þrjátíu klukkustundir. Píus tólfti er sá eini sem hefur tekið styttri tíma að kjósa, en hann var kjörinn í þriðju atkvæðagreiðslu árið 1939. Það var chílenski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa með orðunum: „Habemus Papam“, Við höfum páfa. Joseph Ratzinger er fæddur í Bæjaralandi árið 1927 og hefur starfað í Vatíkaninu frá árinu 1981. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Jóhannesar Páls páfa og hefur verið nokkuð umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna, en hann hefur barist gegn nútímavæðingu kaþólsku kirkjunnar. Ratzinger er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sjötti Þjóðverjinnn til að gegna embætti páfa. Hvítur reykur liðast upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni.MYND/APNunnur fagna því þegar reykurinn liðast upp úr strompinum.MYND/APKirkjuklukkurnar í Péturskirkjunni hringja til merkis um að nýr páfi hafi verið kjörinn.MYND/APFæðingarstaður Josephs Ratzingers í Marktl í Bæjaralandi.MYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. Hvítan reyk lagði upp úr páfareykháfnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu skömmu fyrir klukkan fjögur. Nokkur óvissa ríkti þó með litinn á reyknum, hann var dökkur til að byrja með en varð svo hvítur. Staðfesting þess að nýr páfi hefði verið valinn kom ekki fyrr en farið var að hringja kirkjuklukkunum í Péturskirkjunni. Nú hringja reyndar allar kirkjuklukkur í Róm. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Kardinálarnir þurftu aðeins fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur, það er ekki alveg ljóst hvort er, til að komast að niðurstöðu, sem er óvenju stutt. Þeir voru aðeins verið lokaðir inni í rúmar þrjátíu klukkustundir. Píus tólfti er sá eini sem hefur tekið styttri tíma að kjósa, en hann var kjörinn í þriðju atkvæðagreiðslu árið 1939. Það var chílenski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa með orðunum: „Habemus Papam“, Við höfum páfa. Joseph Ratzinger er fæddur í Bæjaralandi árið 1927 og hefur starfað í Vatíkaninu frá árinu 1981. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Jóhannesar Páls páfa og hefur verið nokkuð umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna, en hann hefur barist gegn nútímavæðingu kaþólsku kirkjunnar. Ratzinger er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sjötti Þjóðverjinnn til að gegna embætti páfa. Hvítur reykur liðast upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni.MYND/APNunnur fagna því þegar reykurinn liðast upp úr strompinum.MYND/APKirkjuklukkurnar í Péturskirkjunni hringja til merkis um að nýr páfi hafi verið kjörinn.MYND/APFæðingarstaður Josephs Ratzingers í Marktl í Bæjaralandi.MYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira