Segir Nine Songs ekki klámmynd 15. apríl 2005 00:01 Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna. Menning Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna.
Menning Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira