Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar 14. apríl 2005 00:01 Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3. Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira