Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar 14. apríl 2005 00:01 Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3. Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3.
Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Sjá meira