Fimm leikir í NBA í nótt 13. apríl 2005 00:01 Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira