Einar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Wallau Massenheim í Þýskalandi, er meiddur á ökkla og verður frá æfingum og keppni í þrjár vikur, en hann meiddist í leik gegn Düsseldorf um helgina. Þá er Arnór Atlason, leikmaður Magdeburgar, einnig frá vegna meiðsla, en hann meiddist á æfingu í síðustu viku og verður líka frá í þrjár vikur.