Fjármálaþjónusta jöfn sjávarútvegi 7. apríl 2005 00:01 Fjármálaþjónusta er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og skilar jafn miklu til þjóðarbúsins og sjávarútvegur. Líkja má þróun undanfarins áratugar við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna. Stóru, íslensku fjármálafyrirtækin láta orðið víða til sín taka og eru tilefni til fréttaumfjöllunar um alla Evrópu. Vöxtur þeirra er með eindæmum, samkvæmt rannsókn sem Hagfræðisetur Háskólans í Reykjavík gerði að beiðni Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Eignir, eigið fé og hagnaður þessara fyrirtækja hefur aukist um 750 prósent á tíu árum. Árið 1995 námu eignir þeirra 60 prósentum af landsframleiðslu en voru 340 prósent í fyrra. Vöxturinn heldur áfram, segir Katrín Ólafsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, sem vann að rannsókninni. En hverjar eru ástæðurnar? Katrín segir hinar augljósu ástæður séu þær að árið 1995 hafi síðustu hömlum verið lyft af fjármagnsflæði inn og út úr landinu og þá hafi einkavæðing ríkisbankanna á árunum 2002 og 2003 einnig haft sitt að segja. Þetta séu tvær stærstu ástæðurnar en þær séu eflaust fleiri. Aðspurð hvort líkja megi þessu við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna þar segir Katrín að að sumu leyti séu um hliðstæða þróun að ræða. Katrín segir enn fremur aðspurð að fjármálaþjónusta sé orðin töluvert stór hluti af landsframleiðslu og nefnir sem dæmi að hún sé orðin svipað stór og sjávarútvegurinn. Árið 1997 var hlutfall fjármálaþjónustu af landsframleiðslu fjögur prósent en er nú samkvæmt áætlun Hagfræðisetursins um sjö prósent. Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Fjármálaþjónusta er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og skilar jafn miklu til þjóðarbúsins og sjávarútvegur. Líkja má þróun undanfarins áratugar við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna. Stóru, íslensku fjármálafyrirtækin láta orðið víða til sín taka og eru tilefni til fréttaumfjöllunar um alla Evrópu. Vöxtur þeirra er með eindæmum, samkvæmt rannsókn sem Hagfræðisetur Háskólans í Reykjavík gerði að beiðni Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Eignir, eigið fé og hagnaður þessara fyrirtækja hefur aukist um 750 prósent á tíu árum. Árið 1995 námu eignir þeirra 60 prósentum af landsframleiðslu en voru 340 prósent í fyrra. Vöxturinn heldur áfram, segir Katrín Ólafsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, sem vann að rannsókninni. En hverjar eru ástæðurnar? Katrín segir hinar augljósu ástæður séu þær að árið 1995 hafi síðustu hömlum verið lyft af fjármagnsflæði inn og út úr landinu og þá hafi einkavæðing ríkisbankanna á árunum 2002 og 2003 einnig haft sitt að segja. Þetta séu tvær stærstu ástæðurnar en þær séu eflaust fleiri. Aðspurð hvort líkja megi þessu við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna þar segir Katrín að að sumu leyti séu um hliðstæða þróun að ræða. Katrín segir enn fremur aðspurð að fjármálaþjónusta sé orðin töluvert stór hluti af landsframleiðslu og nefnir sem dæmi að hún sé orðin svipað stór og sjávarútvegurinn. Árið 1997 var hlutfall fjármálaþjónustu af landsframleiðslu fjögur prósent en er nú samkvæmt áætlun Hagfræðisetursins um sjö prósent.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira