Viðskipti innlent

Útlit fyrir fimm milljarða halla

Útlit er fyrir að vöruskiptahalli í mars verði rúmir fimm milljarðar, en innflutningur í mánuðinum var 16 prósentum meiri en á sama tímabili í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hálffimm-fréttum KB banka. Allt stefnir í að innflutningur í síðasta mánuði verði rúmlega 22 milljarðar samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaráðuneytisins og er það sagður óvenjumikill innflutningur, en innflutningur í janúar og febrúar var á milli 17 og 18 milljarðar í hvorum mánuði. Segir í hálffimm-fréttunum að ef útflutningur haldist svipaður og verið hafi stefni allt í að halli á vöruskiptum muni nema rúmlega fimm milljörðum og sé óvenju sterkt gengi krónunnar að undanförnu verulega farið að segja til sín í vaxandi ójafnvægi í vöruskiptum landsmanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×