Viðskipti innlent

Vinnslustöðin umbunar starfsfólki

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að umbuna fastráðnum starfsmönnum sínum til sjós og lands fyrir vel unnin störf með því að afhenda þeim hlutabréf í félaginu að nafnvirði um 2 milljónir króna. Heildarverðmæti bréfanna er um 8 milljónir króna miðað við gengið 4, síðasta skráða gengi hlutabréfa í Vinnslustöðinni í Kauphöll Íslands. Þeir starfsmenn sem fastráðnir voru um síðustu áramót og enn eru starfandi hjá fyrirtækinu fá kaupaukann. Óskar Valtýsson, yfirmaður vakta hjá Vinnslustöðinni, segir starfsmenn glaða. Hann sé ánægður og það hafi verið tímabært að það kæmu jákvæðar fréttir úr fiskvinnslunni. Það hljóti að lifna yfir öllum starfsmönnum. Aðspurður hvað hann teldi að fólk myndi gera við búbótina sagði Óskar að það yrði örugglega misjafnt. Sumir myndu selja bréfin strax en líklega myndi meirihlutinn eiga þau áfram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×