Úrvalsvísitala yfir 4000 stig 6. apríl 2005 00:01 Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Sérfræðingar greiningardeildar Íslandsbanka gera hækkun úrvalsvísitölunnar að umfjöllunarefni í morgunkorni sínu í dag. Þar kemur meðal annars fram að þeir spá á milli 25 og 30 prósenta hækkun á vísitölunni í ár, en hún hefur þegar hækkað um 19,5 prósent. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka segir ástæðuna útlit fyrir góða afkomu fyrirtækja á markaði auk þess sem útrás hafi áhrif. Þetta og fleira bendi til frekari hækkunar þó að meirihluti hennar sé nú þegar kominn fram. Þessi hækkun er þó lítil sé litið til áranna á undan því árið 2004 nam hækkunin 59 prósentum og 56 prósentum árið áður. Á erlendu hlutabréfamörkuðum hefur þróunin ekki verið sambærileg við það sem hefur gerst hér á landi. Þýðir það þá að hér heima séu allir orðnir stjörnuvitlausir eða er allt í lagi? Ingólfur segir hækkunina vitni um þá grósku sem sé í þeim félögum sem séu á innlendum hlutabréfamarkaði. Mjög margt hafi gerst hjá þeim. Bankarnir hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og misserum samhliða einkavæðingarferlinu og þeim krafti sem það leiddi úr læðingi. Þeir myndi mjög stóran hluta af hlutabréfamarkaði hér á landi og eðlilega hreyfi gott gengi þeirra vísitöluna mjög mikið. Ingólfur bendir einnig á önnu félög sem hafi gert góða hluti, eins og Flugleiðir, Bakkavör og Össur. Þau hafi verið dugleg m.a. í útrásinni og það hafi líka drifið hækkunina áfram. Innlent Viðskipti Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Sérfræðingar greiningardeildar Íslandsbanka gera hækkun úrvalsvísitölunnar að umfjöllunarefni í morgunkorni sínu í dag. Þar kemur meðal annars fram að þeir spá á milli 25 og 30 prósenta hækkun á vísitölunni í ár, en hún hefur þegar hækkað um 19,5 prósent. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka segir ástæðuna útlit fyrir góða afkomu fyrirtækja á markaði auk þess sem útrás hafi áhrif. Þetta og fleira bendi til frekari hækkunar þó að meirihluti hennar sé nú þegar kominn fram. Þessi hækkun er þó lítil sé litið til áranna á undan því árið 2004 nam hækkunin 59 prósentum og 56 prósentum árið áður. Á erlendu hlutabréfamörkuðum hefur þróunin ekki verið sambærileg við það sem hefur gerst hér á landi. Þýðir það þá að hér heima séu allir orðnir stjörnuvitlausir eða er allt í lagi? Ingólfur segir hækkunina vitni um þá grósku sem sé í þeim félögum sem séu á innlendum hlutabréfamarkaði. Mjög margt hafi gerst hjá þeim. Bankarnir hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og misserum samhliða einkavæðingarferlinu og þeim krafti sem það leiddi úr læðingi. Þeir myndi mjög stóran hluta af hlutabréfamarkaði hér á landi og eðlilega hreyfi gott gengi þeirra vísitöluna mjög mikið. Ingólfur bendir einnig á önnu félög sem hafi gert góða hluti, eins og Flugleiðir, Bakkavör og Össur. Þau hafi verið dugleg m.a. í útrásinni og það hafi líka drifið hækkunina áfram.
Innlent Viðskipti Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira