Úrvalsvísitala yfir 4000 stig 6. apríl 2005 00:01 Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Sérfræðingar greiningardeildar Íslandsbanka gera hækkun úrvalsvísitölunnar að umfjöllunarefni í morgunkorni sínu í dag. Þar kemur meðal annars fram að þeir spá á milli 25 og 30 prósenta hækkun á vísitölunni í ár, en hún hefur þegar hækkað um 19,5 prósent. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka segir ástæðuna útlit fyrir góða afkomu fyrirtækja á markaði auk þess sem útrás hafi áhrif. Þetta og fleira bendi til frekari hækkunar þó að meirihluti hennar sé nú þegar kominn fram. Þessi hækkun er þó lítil sé litið til áranna á undan því árið 2004 nam hækkunin 59 prósentum og 56 prósentum árið áður. Á erlendu hlutabréfamörkuðum hefur þróunin ekki verið sambærileg við það sem hefur gerst hér á landi. Þýðir það þá að hér heima séu allir orðnir stjörnuvitlausir eða er allt í lagi? Ingólfur segir hækkunina vitni um þá grósku sem sé í þeim félögum sem séu á innlendum hlutabréfamarkaði. Mjög margt hafi gerst hjá þeim. Bankarnir hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og misserum samhliða einkavæðingarferlinu og þeim krafti sem það leiddi úr læðingi. Þeir myndi mjög stóran hluta af hlutabréfamarkaði hér á landi og eðlilega hreyfi gott gengi þeirra vísitöluna mjög mikið. Ingólfur bendir einnig á önnu félög sem hafi gert góða hluti, eins og Flugleiðir, Bakkavör og Össur. Þau hafi verið dugleg m.a. í útrásinni og það hafi líka drifið hækkunina áfram. Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Sérfræðingar greiningardeildar Íslandsbanka gera hækkun úrvalsvísitölunnar að umfjöllunarefni í morgunkorni sínu í dag. Þar kemur meðal annars fram að þeir spá á milli 25 og 30 prósenta hækkun á vísitölunni í ár, en hún hefur þegar hækkað um 19,5 prósent. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka segir ástæðuna útlit fyrir góða afkomu fyrirtækja á markaði auk þess sem útrás hafi áhrif. Þetta og fleira bendi til frekari hækkunar þó að meirihluti hennar sé nú þegar kominn fram. Þessi hækkun er þó lítil sé litið til áranna á undan því árið 2004 nam hækkunin 59 prósentum og 56 prósentum árið áður. Á erlendu hlutabréfamörkuðum hefur þróunin ekki verið sambærileg við það sem hefur gerst hér á landi. Þýðir það þá að hér heima séu allir orðnir stjörnuvitlausir eða er allt í lagi? Ingólfur segir hækkunina vitni um þá grósku sem sé í þeim félögum sem séu á innlendum hlutabréfamarkaði. Mjög margt hafi gerst hjá þeim. Bankarnir hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og misserum samhliða einkavæðingarferlinu og þeim krafti sem það leiddi úr læðingi. Þeir myndi mjög stóran hluta af hlutabréfamarkaði hér á landi og eðlilega hreyfi gott gengi þeirra vísitöluna mjög mikið. Ingólfur bendir einnig á önnu félög sem hafi gert góða hluti, eins og Flugleiðir, Bakkavör og Össur. Þau hafi verið dugleg m.a. í útrásinni og það hafi líka drifið hækkunina áfram.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira