Síminn: Annarlegir hagsmunir? 5. apríl 2005 00:01 Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um þau skilyrði sem séu sett um samsetningu og nægjanlega reynslu fjárfestanna, og eins um að mat verði lagt á hugmyndir þeirra og framtíðarsýn. Þetta séu of huglæg skilyrði og erfitt sé að sjá hvernig menn verði dæmdir. Edda segir að þegar þetta sé sett upp á þennan hátt gefi það þá ímynd að hægt verði að velja á milli þeirra sem bjóða í Símann eftir einhverjum annarlegum aðferðum. Rætt er um að hægt verði að fá allt að sextíu milljarða króna fyrir Símann. Edda Rós segir óljóst hvernig sú tala sé fengin. Einfaldasta leiðin til að sjá verðmæti Símans sé að leyfa mönnum að bjóða. „Það er ekki óeðlilegt að mínu mati að setja skilyrði. Það er pólitískur vilji til að gera einhverja ákveðna hluti og þá eiga menn einfaldlega að lýsa þeim vilja og krefjast þess að kaupendur uppfylli þau skilyrði, en ekki að setja þetta fram á svona óljósan og ógegnsæjan hátt,“ segir Edda. Edda Rós segir það einnig koma mjög á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust, eins og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir. Hún segir áhættuna að kaupa núna meiri en árið 2007 því þá viti menn hvað búið sé að gera og ýmislegt í þá veru. „Hagnaðarvonin er þó vissulega meiri í dag heldur en ef keypt er eftir að ákveðin hagræðing hefur farið fram,“ segir Edda Rós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um þau skilyrði sem séu sett um samsetningu og nægjanlega reynslu fjárfestanna, og eins um að mat verði lagt á hugmyndir þeirra og framtíðarsýn. Þetta séu of huglæg skilyrði og erfitt sé að sjá hvernig menn verði dæmdir. Edda segir að þegar þetta sé sett upp á þennan hátt gefi það þá ímynd að hægt verði að velja á milli þeirra sem bjóða í Símann eftir einhverjum annarlegum aðferðum. Rætt er um að hægt verði að fá allt að sextíu milljarða króna fyrir Símann. Edda Rós segir óljóst hvernig sú tala sé fengin. Einfaldasta leiðin til að sjá verðmæti Símans sé að leyfa mönnum að bjóða. „Það er ekki óeðlilegt að mínu mati að setja skilyrði. Það er pólitískur vilji til að gera einhverja ákveðna hluti og þá eiga menn einfaldlega að lýsa þeim vilja og krefjast þess að kaupendur uppfylli þau skilyrði, en ekki að setja þetta fram á svona óljósan og ógegnsæjan hátt,“ segir Edda. Edda Rós segir það einnig koma mjög á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust, eins og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir. Hún segir áhættuna að kaupa núna meiri en árið 2007 því þá viti menn hvað búið sé að gera og ýmislegt í þá veru. „Hagnaðarvonin er þó vissulega meiri í dag heldur en ef keypt er eftir að ákveðin hagræðing hefur farið fram,“ segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira