Sölunni á að ljúka í sumar 4. apríl 2005 00:01 Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira