Viðskipti innlent

Síminn seldur í heilu lagi

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa náð samkomulagi um að selja hlut ríkisins í Símanum einum hópi kjölfestufjárfesta. Ríkisstjórnin hóf fund klukkan tólf sem er óvenjulegur fundartími og -dagur þar sem á að ræða málefni Símans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur náðst samkomulag á milli stjórnarflokkanna um hvernig standa skuli að sölu Símans, þ.e. að selja hann einum kjölfjárfesti, en salan verði samt sem áður háð ákveðnum skilyrðum. Þetta mun vera samkvæmt ráðgjöf Morgans Stanley.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×