Hluthafar njóta ekki hagnaðar 31. mars 2005 00:01 Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira