Hluthafar njóta ekki hagnaðar 31. mars 2005 00:01 Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Fleiri fréttir Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Fleiri fréttir Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjá meira