Tugir kvartana á viku 31. mars 2005 00:01 Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að gera samninga fyrirfram við kaupendur og seljendur um þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Sigurður Helgi segir að í þessu sé pottur brotinn og berist Húseigendafélaginu tugir kvartana á viku. Sigurður Helgi segir að fasteignasalar geti "verið háskalegir á marga lund". Þeir tali upp fasteignaverðið enda séu það hagsmunir þeirra að fasteignaverð haldist ávallt sem hæst þar sem sölulaunin séu hlutfallstengd. "Það er ekkert náttúrulögmál að þóknun fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna," segir hann og telur ekkert til fyrirstöðu að miða við þann tíma og fyrirhöfn sem salan tekur og taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast hjá mörgum stéttum. "Hagsmunatengdar gjaldskrár hafa verið á undanhaldi hjá flestum sjálfstæðum sérfræðistéttum," segir hann. Verðskrá fasteignasala er misjöfn. Á nokkrum fasteignasölum er föst gjaldskrá upp á rúmar 124 þúsund og allt upp í 199 þúsund krónur með virðisaukaskatti og skiptir þá ekki máli hversu stór eignin er. Á einni fasteignasölu er þóknunin eitt prósent en annars taka fasteignasalar 1,5-3,0 prósent af sölu eigna. Virðisaukaskattur bætist svo við. Misjafnt er hvað er innifalið í þóknun fasteignasala og hvort greiða þurfi umsýslugjald. Í fæstum tilfellum virðist til yfirlit yfir það hvaða þjónusta er innifalin í gjaldinu. Þinglýsingargjald er aldrei innifalið, aðeins snúningar með samninga til þinglýsingar. Hraði, spenna og óðagot einkennir oft fasteignaviðskipti og það telur Sigurður Helgi að dragi á eftir sér ýmsa vonda dilka. "Menn flýta sér um of undir pressu oftar en ekki frá fasteignasölum og gá ekki að sér. Þess vegna er hrapað til samninga þrátt fyrir lausa enda. Þetta hefur í för með sér eftirmál með tilheyrandi kostnaði og leiðindum," segir hann. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að tjá sig. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Sjá meira
Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að gera samninga fyrirfram við kaupendur og seljendur um þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Sigurður Helgi segir að í þessu sé pottur brotinn og berist Húseigendafélaginu tugir kvartana á viku. Sigurður Helgi segir að fasteignasalar geti "verið háskalegir á marga lund". Þeir tali upp fasteignaverðið enda séu það hagsmunir þeirra að fasteignaverð haldist ávallt sem hæst þar sem sölulaunin séu hlutfallstengd. "Það er ekkert náttúrulögmál að þóknun fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna," segir hann og telur ekkert til fyrirstöðu að miða við þann tíma og fyrirhöfn sem salan tekur og taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast hjá mörgum stéttum. "Hagsmunatengdar gjaldskrár hafa verið á undanhaldi hjá flestum sjálfstæðum sérfræðistéttum," segir hann. Verðskrá fasteignasala er misjöfn. Á nokkrum fasteignasölum er föst gjaldskrá upp á rúmar 124 þúsund og allt upp í 199 þúsund krónur með virðisaukaskatti og skiptir þá ekki máli hversu stór eignin er. Á einni fasteignasölu er þóknunin eitt prósent en annars taka fasteignasalar 1,5-3,0 prósent af sölu eigna. Virðisaukaskattur bætist svo við. Misjafnt er hvað er innifalið í þóknun fasteignasala og hvort greiða þurfi umsýslugjald. Í fæstum tilfellum virðist til yfirlit yfir það hvaða þjónusta er innifalin í gjaldinu. Þinglýsingargjald er aldrei innifalið, aðeins snúningar með samninga til þinglýsingar. Hraði, spenna og óðagot einkennir oft fasteignaviðskipti og það telur Sigurður Helgi að dragi á eftir sér ýmsa vonda dilka. "Menn flýta sér um of undir pressu oftar en ekki frá fasteignasölum og gá ekki að sér. Þess vegna er hrapað til samninga þrátt fyrir lausa enda. Þetta hefur í för með sér eftirmál með tilheyrandi kostnaði og leiðindum," segir hann. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að tjá sig.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Sjá meira