SÍF selur 55% í Iceland Seafood 30. mars 2005 00:01 SÍF hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Iceland Seafood International, sem stofnað var um hefðbundið sölu- og markaðsstarf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlutarins er fjárfestingafélagið Feldir ehf. Salan á Iceland Seafood og Tros er liður í stefnumörkun SÍF þess efnis að skilja að fullvinnslu félagsins annars vegar, og hefðbundið markaðs- og sölustarf með sjávarafurðir hins vegar, og skerpa þar með áherslur í starfseminni, að því fram kemur á vef Kauphallarinnar. SÍF hefur jafnframt selt allan eignarhlut sinn í Tros í Sandgerði sem er sérhæft í útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Tros ehf. verður dótturfélag Iceland Seafood International. Salan hefur óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu SÍF hf. Fyrirvari er gerður um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Við söluna á hlutnum í Iceland Seafood verður félagið hlutdeildarfélag SÍF hf. og hverfur úr samstæðureikningsskilum félagsins. Samhliða lækka vaxtaberandi skuldir samstæðunnar um 63 milljónir evra sé miðað við síðustu áramót en heildareignir Iceland Seafood International voru þá ríflega 105 milljónir evra. Áætluð áhrif á EBITDA SÍF vegna sölu Iceland Seafood og Tros er tæplega 5 milljónir evra á ári. Forstjóri Iceland Seafood International verður Kristján Þ. Davíðsson, áður forstjóri Granda hf. og aðstoðarforstjóri HB Granda ehf. Benedikt Sveinsson, áður forstjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, verður stjórnarformaður félagsins. Samhliða kaupunum á Iceland Seafoood International hafa tekist samningar milli nýrra eigenda og eigenda fiskútflutningsfyrirtækisins B. Benediktsson ehf. um sameiningu félaganna undir nafni Iceland Seafood International ehf. Mun Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri B. Benediktsson ehf. og annar aðaleigandi, leiða saltfisksölu hins sameinaða fyrirtækis. Að loknum fyrirhuguðum eignarhaldsbreytingum er gert ráð fyrir að eignarhald Iceland Seafood International verði í stórum dráttum með þeim hætti að Feldir eigi 55%, SÍF hf. 25% og starfsmenn 20%. Eftir þessar breytingar verður Iceland Seafood International með veltu upp á tæpar 400 milljónir evra og um 250 starfsmenn. Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
SÍF hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Iceland Seafood International, sem stofnað var um hefðbundið sölu- og markaðsstarf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlutarins er fjárfestingafélagið Feldir ehf. Salan á Iceland Seafood og Tros er liður í stefnumörkun SÍF þess efnis að skilja að fullvinnslu félagsins annars vegar, og hefðbundið markaðs- og sölustarf með sjávarafurðir hins vegar, og skerpa þar með áherslur í starfseminni, að því fram kemur á vef Kauphallarinnar. SÍF hefur jafnframt selt allan eignarhlut sinn í Tros í Sandgerði sem er sérhæft í útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Tros ehf. verður dótturfélag Iceland Seafood International. Salan hefur óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu SÍF hf. Fyrirvari er gerður um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Við söluna á hlutnum í Iceland Seafood verður félagið hlutdeildarfélag SÍF hf. og hverfur úr samstæðureikningsskilum félagsins. Samhliða lækka vaxtaberandi skuldir samstæðunnar um 63 milljónir evra sé miðað við síðustu áramót en heildareignir Iceland Seafood International voru þá ríflega 105 milljónir evra. Áætluð áhrif á EBITDA SÍF vegna sölu Iceland Seafood og Tros er tæplega 5 milljónir evra á ári. Forstjóri Iceland Seafood International verður Kristján Þ. Davíðsson, áður forstjóri Granda hf. og aðstoðarforstjóri HB Granda ehf. Benedikt Sveinsson, áður forstjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, verður stjórnarformaður félagsins. Samhliða kaupunum á Iceland Seafoood International hafa tekist samningar milli nýrra eigenda og eigenda fiskútflutningsfyrirtækisins B. Benediktsson ehf. um sameiningu félaganna undir nafni Iceland Seafood International ehf. Mun Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri B. Benediktsson ehf. og annar aðaleigandi, leiða saltfisksölu hins sameinaða fyrirtækis. Að loknum fyrirhuguðum eignarhaldsbreytingum er gert ráð fyrir að eignarhald Iceland Seafood International verði í stórum dráttum með þeim hætti að Feldir eigi 55%, SÍF hf. 25% og starfsmenn 20%. Eftir þessar breytingar verður Iceland Seafood International með veltu upp á tæpar 400 milljónir evra og um 250 starfsmenn.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira