Bætt vörn og markvarsla 28. mars 2005 00:01 Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sigurinn var nokkuð öruggur og öruggari en lokatölurnar gefa til kynna og því var niðurstaðan tveir sigrar í þremur leikjum. Vitað var fyrir leikina að pólska liðið yrði erfitt viðureignar og þykir mönnum þar fara lið sem gæti átt eftir að gera góða hluti í nánustu framtíð. Þrátt fyrir að vera án lykilmanna náði íslenska liðið að sýna ágæta hluti í leikjunum þremur og gamlir kunningjar voru í lykilhlutverkum á ný eftir nokkra fjarveru. Viggó Sigurðsson var nokkuð sáttur við útkomu helgarinnar þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir þriðja leikinn á páskadag. Bætt vörn og makvarsla "Ég er mjög sáttur við þetta verkefni og þetta er búin að vera frábær helgi. Það sem mér finnst standa uppúr hjá okkur er að ég var mjög ánægður með vörnina og markvörsluna hjá okkur um helgina og mér finnst Bergsveinn Bergsveinsson hafa unnið frábært starf með markverðina hjá okkur. Þeim vex sjálfstraust með svona frammistöðu og það er dýrmætt. Þessi varnaraðferð okkar, 5-1 með Alexander fremstan hefur verið að skila okkur ágætlega og hann er að skila þeirri stöðu mjög vel. Það er erfitt fyrir okkur að leika flata vörn þegar Óli og Sigfús eru ekki með, því þá skortir okkur einfaldlega hæð. Við vorum að fá of mikið af mörkum á okkur úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju, það er hlutur sem við þurfum að laga. Mér fannst sóknarleikurinn vera að koma mjög vel út og ég er ánægður með það. Menn voru að skila sínu og það er virkileg barátta í hópnum", sagði landsliðsþjálfarinn. Einar góður Einar Hólmgeirsson lék vel í stöðu vinstri skyttu í leikjum helgarinnar í fjarveru Ólafs Stefánssonar og leikmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Jailesky Garcia komu inn í hópinn á ný eftir nokkra fjarveru. "Einar var að koma fyrnasterkur inn um helgina og leysti stöðu sína mjög vel bæði í vörn og sókn. Auðvitað söknum við manna eins og Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðssonar, en menn voru að sýna það um helgina að þeir eru tilbúnir í þetta og hópurinn er breiður og góður", sagði Viggó, sem var kampakátur með útkomuna um helgina og kvaddi kollega Bogdan Venta, þjálfara pólska liðsins með virtum á sleipri þýsku í lok viðtals síns við blaðamann Fréttablaðsins. baldur@frettabladid Einar Hólmgeirsson: "Ég er nokkuð sáttur bara, þó sé ýmislegt sem má bæta, ég geri það þegar ég kemst í betra form. Það var fínt að fá smá ábyrgð og fá að leika lengur og fá smá spil með liðinu, ég hef mjög gott af þessu. Ég er þokkalega sáttur við minn leik hérna um helgina og líka með liðið. Við þyrftum að vísu fleiri stóra menn, því við ráðum ekki við að spila 6-0, en þessi vörn er samt að fúnkera nokkuð vel með Alex sem lykilmann. Hann er okkur þvílíkur happafengur þessi strákur. Mér finnst þetta fín bæting frá í Túnis og við þurfum bara að byggja á þessu". Róbert Gunnarsson: "Persónulega er ég alls ekki sáttur, mér fannst ég vera að klikka allt of mikið á færunum mínum, en liðið í heild var að spila mjög vel þó að við værum að vísu að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Mér finnst þetta í heildina hafa verið ágætt hjá okkur, því við vorum að spila við mjög gott lið. Pólverjarnir eru að fara að spila við Svíana og ég veit að þá kvíðir mikið fyrir að mæta þeim og eru hræddir við þá. Það sýnir bara að þeir eru mjög sterkir og ég held að þessvegna getum við verið sáttir við útkomu helgarinnar." Íslenski handboltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sigurinn var nokkuð öruggur og öruggari en lokatölurnar gefa til kynna og því var niðurstaðan tveir sigrar í þremur leikjum. Vitað var fyrir leikina að pólska liðið yrði erfitt viðureignar og þykir mönnum þar fara lið sem gæti átt eftir að gera góða hluti í nánustu framtíð. Þrátt fyrir að vera án lykilmanna náði íslenska liðið að sýna ágæta hluti í leikjunum þremur og gamlir kunningjar voru í lykilhlutverkum á ný eftir nokkra fjarveru. Viggó Sigurðsson var nokkuð sáttur við útkomu helgarinnar þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir þriðja leikinn á páskadag. Bætt vörn og makvarsla "Ég er mjög sáttur við þetta verkefni og þetta er búin að vera frábær helgi. Það sem mér finnst standa uppúr hjá okkur er að ég var mjög ánægður með vörnina og markvörsluna hjá okkur um helgina og mér finnst Bergsveinn Bergsveinsson hafa unnið frábært starf með markverðina hjá okkur. Þeim vex sjálfstraust með svona frammistöðu og það er dýrmætt. Þessi varnaraðferð okkar, 5-1 með Alexander fremstan hefur verið að skila okkur ágætlega og hann er að skila þeirri stöðu mjög vel. Það er erfitt fyrir okkur að leika flata vörn þegar Óli og Sigfús eru ekki með, því þá skortir okkur einfaldlega hæð. Við vorum að fá of mikið af mörkum á okkur úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju, það er hlutur sem við þurfum að laga. Mér fannst sóknarleikurinn vera að koma mjög vel út og ég er ánægður með það. Menn voru að skila sínu og það er virkileg barátta í hópnum", sagði landsliðsþjálfarinn. Einar góður Einar Hólmgeirsson lék vel í stöðu vinstri skyttu í leikjum helgarinnar í fjarveru Ólafs Stefánssonar og leikmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Jailesky Garcia komu inn í hópinn á ný eftir nokkra fjarveru. "Einar var að koma fyrnasterkur inn um helgina og leysti stöðu sína mjög vel bæði í vörn og sókn. Auðvitað söknum við manna eins og Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðssonar, en menn voru að sýna það um helgina að þeir eru tilbúnir í þetta og hópurinn er breiður og góður", sagði Viggó, sem var kampakátur með útkomuna um helgina og kvaddi kollega Bogdan Venta, þjálfara pólska liðsins með virtum á sleipri þýsku í lok viðtals síns við blaðamann Fréttablaðsins. baldur@frettabladid Einar Hólmgeirsson: "Ég er nokkuð sáttur bara, þó sé ýmislegt sem má bæta, ég geri það þegar ég kemst í betra form. Það var fínt að fá smá ábyrgð og fá að leika lengur og fá smá spil með liðinu, ég hef mjög gott af þessu. Ég er þokkalega sáttur við minn leik hérna um helgina og líka með liðið. Við þyrftum að vísu fleiri stóra menn, því við ráðum ekki við að spila 6-0, en þessi vörn er samt að fúnkera nokkuð vel með Alex sem lykilmann. Hann er okkur þvílíkur happafengur þessi strákur. Mér finnst þetta fín bæting frá í Túnis og við þurfum bara að byggja á þessu". Róbert Gunnarsson: "Persónulega er ég alls ekki sáttur, mér fannst ég vera að klikka allt of mikið á færunum mínum, en liðið í heild var að spila mjög vel þó að við værum að vísu að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Mér finnst þetta í heildina hafa verið ágætt hjá okkur, því við vorum að spila við mjög gott lið. Pólverjarnir eru að fara að spila við Svíana og ég veit að þá kvíðir mikið fyrir að mæta þeim og eru hræddir við þá. Það sýnir bara að þeir eru mjög sterkir og ég held að þessvegna getum við verið sáttir við útkomu helgarinnar."
Íslenski handboltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira